Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 64

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 64
62 / KVIKMYNDIR - Jú jú, en mér er sama um það. Að vísu var þetta nú kannski full- mikið þarna í fvrra, líklega geri ég það ekki aftur. Eg hafði ætlað mér að hætta þessu, þessu óheiðarlega starfi, og ætlaði mér að klára allar hug- myndirnar sem ég hafði. En nú sýnist mér að ég ætla að halda áfram, þrátt fyrir allt. - En hvað œtlaðir þú þér áður en kvikmyndir komu til sögunnar, hver er þinn bakgrunnur? - Bækur, ég las alltaf helling af bókum og ætlaði mér að verða rithöf- undur. Síðan lenti ég í þessari bíódellu. Reyndar segi ég við sjálfan mig að hverri mynd lokinni að nú sé nóg komið og nú fari ég að skrifa en þá fæ ég alltaf einhverju dellu-hug- mynd í kollinn og þá verð ég að fram- kvæma hana. - En hver var þá menntun þín, lástu í bíóhúsum allan daginn, sérðu margar kvikmyndir núna? - Núorðið horfi ég ekki nema á þetta þrjár myndir á ári, en áður fyrr, í iok síðasta áratugar sá ég kannski sex myndir á dag. - Hefurðu séð einhverjar góðar myndir að undanförnu? - Dularfulla járnbrautarlestm (Mystery Train) eftir Jim Jarmusch er góð, Yaaba eftir Idrissa Ouedraogo (gerð í Burkina Faso, í Afríku árið 1988) var líka góð, og tyrkneski leik- stjórinn Ali Efkirtusk er góður. - Hefur þú séð einhverjar íslenskar myndir? - Já ég hef séð einar tvær eða þrjár, eina eftir Hilmar Oddsson og einnig eftir Friðrik Þór Friðriksson, mynd sem mér líkaði vel. - Er til einhver norrænn andi, sam- norrœn sál? - Já vegna myrkursins. Já já þetta þunglyndi er til, ég ætti að vita það, sjálfur portúgalinn. En ég held að við ættum ekki að tengja þennan anda um of hinum norrænu kvikmyndum, við þurfum að losa okkur við þessar týpísku norrænu myndir vegna þess að þær eru ekki góðar. Og einkum og sérílagi vegna þess að skandinavískir áhorfendur hafa engan áhuga á þeim lengur og þess vegna ættum við að gerast alþjóðlegri í okkar kvikmynda- gerð, ég er ekki að tala um Holly- wood, heldur alþjóðlegri í hinni gömlu hreyfimynda-merkingu þess orðs. Kvikmyndir sem allir geta skilið hvar sem er í heiminum. Ég geri ekki myndir fyrir Finna lengur og hef aldrei gert, að vísu voru það bara Finnar sem sáu mínar fyrstu myndir en núorðið fáum við t.d. meiri pen- inga frá Spáni en frá Finnlandi. — Hvaða augum lítur þú amerískar myndir og Ameríku almennt? Er það einskonar ástarhaturs-samband? - Þú átt við ástarhaturs-samband án ástar. Ég lærði mikið á því að horfa á B-myndir frá fimmta áratugn- um, það eru þær myndir sem ég kann að meta. En nýjar amerískar myndir, ég nenni ekki að fara og sjá þær, ég hef engan áhuga á því, nema þá þær sem eru gerðar af vinum mínum. - Notar þú tilvitnanir í aðrar kvik- myndir í þínum eigin? Pú hefur talað um að stundum ákveðir þú að gera mynd í Bresson-stíl o.s.frv. - Fyrsta myndin sem ég skrifaði og bróðir minn gerði var uppfull af Godardsítötum en núorðið vitna ég ekki beint í neinn eða neina. Þegar ég segist gera mynd í Bresson-stíl þá þýðir það bara það að innra með mér hef ég einhvern Bresson-stíl, orðið lýsir bara ákveðnum stíl og skiptir sér ekki af því hvort Bresson hafi nokkru sinni verið til eða ekki. Þetta eru mínar myndir og minn stíll. En ég ræð yfir tveimur tegundum, alvar- legum stíl og léttari stíl. - Hvers vegna fluttir þú til Portúgal? - Mér leið ekki lengur vel í Finn- landi. - En því Portúgal? - Tökumaðurinn minn var oft þar og sagði mér að ég myndi fíla landið svo ég sagði bara ókei, við flytjum þangað. - Hve lengi hefur þú búið þar? — Ég flutti þangað á laugardaginn. Ég mun búa þar í sex mánuði og fara til Finnlands yfir sumarið og síðan aftur til Portúgal yfir veturinn. — Munt þú halda áfram að gera myndir um, og í Finnlandi? - Nei, ég er hættur því. Trílógíunni er lokið, ég lauk við „Eldspýtnaverk- smiðjustúlkuna“ fyrir þremur vikum og ég geri ekki ráð fyrir að gera finnska mynd, í Finnlandi, á finnsku, næstu tíu árin. - Hver verður þín næsta mynd? - Hún heitir „Ég tek morðingja á leigu“ (I hire a contract killer). Hún verður tekin í London, á ensku, í enskum stúdíóstíl, aðalpersónan verður Sjampír León (Jean Pierre Leon) franski leikarinn sem lék mikið fyrir Godard og Truffaut á sjö- unda áratugnum. - Hvernig koma hugmyndir þínar? - Þær koma þegar ég sit á börum við alvarlega drykkju, þar sem ég sit einn við barborðið með glas í hönd. Ef mér líkar hugmyndin þá leyfi ég henni að koma fram í hugann á mér, ef mér finnst hún slæm þá reyni ég að ýta henni frá mér, því ef ég ákveð eitthvað þá læt ég alltaf verða af því. Þannig að ég verð að halda frá mér slæmum hugmyndum svo ég endi ekki með að framkvæma þær. - Hvað sérðu fyrir þér? - Það er þessi grunnhugmynd um aðalpersónuna, hvar hún stendur í lífinu o.s.frv. Svo leyfi ég hugmynd- inni að velkjast í mér hægt og lengi, leyfi undirmeðvitundinni að melta hana þar til að einn góðan veðurdag er hún fullbúin. Og stundum skrifa ég úr henni handrit, stundum ekki, ég hef gert margar myndir án handrits, ég skrifa t.d. samtölin yfirleitt á meðan þeir eru að koma ljósunum fyrir. „Ariel“ var bæði og, ég var með handrit en fór ekki eftir því öllu. - Pú vinnur ekki lengi að handriti og að öðrum undirbúningi áður en tökur hefjast? - Ég er yfirleitt svona 25 til 27 klukkutíma að skrifa handrit. Og þá er það tilbúið. - Verður alltaf að vera söguþráður í kvikmyndum? - Ef enginn söguþráður er þá er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.