Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 53

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 53
ibf*kmí ^ g; m o __________ iiytku TÓNLIST / 51 tengjast náttúrunni eða ýmsum nátt- úrufyrirbærum. Tökum dæmi: -klettur- hljómlögun orðsins einkenn- ist af stuttum sérhljóðum og hrjúfum samhljóðum •ðið -strönd- einkennist hins vegar ' mjög Iöngum sérhljóða sem endar í idduðu -nd-hljóði (íti" * Ö - - YV - i ) Það er ekki erfitt að ímynda sér, að orðið -klettur- hefði (hljóms síns vegna) ekki getað táknað eitthvað sem væri langt, aflíðandi og boga- dregið í laginu, og orð eins og -strönd- eitthvað seni hefði köntótt og hrjúft sköpulag. Dæmin eru auðvitað miklu fleiri: -haf- (langt og teygjanlegt) -alda- (symmetrísk uppbygging auk þess sem -1-ið gefur til- finningu fyrir flæði og -d-ið fyrir einhvers konar broti) -laut- (hnígur í miðjunni, rís aftur á -t-inu) -foss- (s-hljóðin minna á úða fossins) -þúfa- (bogalögun sem rís hæst á ú-inu) -hvilft- (ef borið fram með -hv-fram- burði þá lýsir orðið skálar- lögun hvilftarinnar vel) -gljúfur- (lýsirvel dýpt) -hlíð- (langa í-ið gefur til kynna ávalar línur hlíðarinnar) Þessi tengsl á milli hljóms orða og merkingar þeirra koma hvað skýrast fram þegar maður reynir að víxla orð- unum við merkingar annarra orða. Til dæmis er erfitt að ímynda sér, að hljómur orðsins -pollur- passaði við eitthvað cins víðáttumikið og óend- anlegt og fyrirbærið -haf- er. Ef við bætum svo við orðunum -tjörn- og -vatn- og létum einhvern sem ekki skilur íslenzku raða þessum orðum eftir hljóm þeirra í röð miðaða við umfang og víðáttu fyrirbæranna, þá er ekki ólíklegt að röðin yrði: 1) pollur (minnstur), 2) tjörn, 3) vatn, 4) haf. Sams konar tilraun mætti gera á orðum sem tákna veðurfar, svo sem -hríð-, -gola-, -él-, -logn-, -stormur- og -blíða-. Ég hef séð þessi tengsl koma hvað skýrast fram í miklu myndverki eftir hollenzkan vin minn frá gamalli tíð, Douwe Jan Bakker, en verkið heitir: A Vocabulary Sculpture in the Ice- landic Landscape. Verkið byggist á ljósmyndum af fjölda náttúrufyrir- bæra, sem eiga að draga sérstaklega fram sköpulag þeirra. Neðan hverrar myndar er svo heiti fyrirbrigðisins, sem hljómar í samræmi við sköpulag þess. Mér hefur oft flogið í hug þessi hugsanlegu tengsl hljóms og nicrk- ingar í sambandi við nýyrðasmíð, og hefur mér sýnst, að bezt heppnuðu orðin hafi einmitt þessi tengsl til að bera. Tökum dæmi: -þyrla- (þ-ið og einkum r-ið gefa til kynna hraða hringhreyfingu) -sími- (gefur til kynna með hljómi sínum eitthvað sem er langt og mjótt; ef í stað -m- hefði t.d. verið -t- þá hefði merk- ingin alls ekki náðst eins vel) -svig- (mjúkt og ávalt í munni) Varasamt er að taka þessar getgátur of bókstaflega, en þó held ég að sann- leikskorn búi í þeim. í þessum sundurlausu skrifum mínum hefi ég ekki minnst beint á það hvernig sé að setja tónlist við íslenzka texta. Þó held ég, að þau at- riði sem ég hefi nefnt hér á undan hafi áhrif þar á, því að í mínum huga fer bezt á að hljómur tónlistarinnar sé sem mest í samræmi við merkingar orðanna sjálfra og einnig í samræmi við þeirra eigin hljóm, þ.e.a.s. að samræmi sé sem mest á milli hinnar tilbúnu tónlistar, merkinga orðanna og hljóms orðanna. En þessi harmonía þarf að vera víðtækari, og held ég að tónskáldið þyrfti einnig að vera meðvitað um möguleikana á að samræma tónlist sína hljómi setninganna og heilla málsgreina, og ennfremur að sam- ræma hana merkingu textans í heild sinni. Þegar þessa samræmis gætir bæði í hinu smáa (þ.e.a.s. á milli ein- stakra orða og einstakra tóna eða hljóma) og í hinu stóra (þ.e. á milli setninga eða málsgreina og hendinga eða kafla tónlistarinnar) þá held ég að sönglistin geti risið hvað hæst. Nú hefi ég tæpt á flestum þeim at- riðum, sem koma í huga minn varð- andi þetta efni. Ef ég gæfi mér enn meiri tíma til þá dytti mér eflaust eitthvað fleira í hug, en ef þetta á að vera þér að einhverju gagni þá má ég líklega ekki draga það enn frekar að póstleggja skrifin. Með skammdegiskveðjum, en hlýjum samt Reykjavík 13. janúar 1986 Hjálmar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.