Teningur - 01.05.1990, Page 53

Teningur - 01.05.1990, Page 53
ibf*kmí ^ g; m o __________ iiytku TÓNLIST / 51 tengjast náttúrunni eða ýmsum nátt- úrufyrirbærum. Tökum dæmi: -klettur- hljómlögun orðsins einkenn- ist af stuttum sérhljóðum og hrjúfum samhljóðum •ðið -strönd- einkennist hins vegar ' mjög Iöngum sérhljóða sem endar í idduðu -nd-hljóði (íti" * Ö - - YV - i ) Það er ekki erfitt að ímynda sér, að orðið -klettur- hefði (hljóms síns vegna) ekki getað táknað eitthvað sem væri langt, aflíðandi og boga- dregið í laginu, og orð eins og -strönd- eitthvað seni hefði köntótt og hrjúft sköpulag. Dæmin eru auðvitað miklu fleiri: -haf- (langt og teygjanlegt) -alda- (symmetrísk uppbygging auk þess sem -1-ið gefur til- finningu fyrir flæði og -d-ið fyrir einhvers konar broti) -laut- (hnígur í miðjunni, rís aftur á -t-inu) -foss- (s-hljóðin minna á úða fossins) -þúfa- (bogalögun sem rís hæst á ú-inu) -hvilft- (ef borið fram með -hv-fram- burði þá lýsir orðið skálar- lögun hvilftarinnar vel) -gljúfur- (lýsirvel dýpt) -hlíð- (langa í-ið gefur til kynna ávalar línur hlíðarinnar) Þessi tengsl á milli hljóms orða og merkingar þeirra koma hvað skýrast fram þegar maður reynir að víxla orð- unum við merkingar annarra orða. Til dæmis er erfitt að ímynda sér, að hljómur orðsins -pollur- passaði við eitthvað cins víðáttumikið og óend- anlegt og fyrirbærið -haf- er. Ef við bætum svo við orðunum -tjörn- og -vatn- og létum einhvern sem ekki skilur íslenzku raða þessum orðum eftir hljóm þeirra í röð miðaða við umfang og víðáttu fyrirbæranna, þá er ekki ólíklegt að röðin yrði: 1) pollur (minnstur), 2) tjörn, 3) vatn, 4) haf. Sams konar tilraun mætti gera á orðum sem tákna veðurfar, svo sem -hríð-, -gola-, -él-, -logn-, -stormur- og -blíða-. Ég hef séð þessi tengsl koma hvað skýrast fram í miklu myndverki eftir hollenzkan vin minn frá gamalli tíð, Douwe Jan Bakker, en verkið heitir: A Vocabulary Sculpture in the Ice- landic Landscape. Verkið byggist á ljósmyndum af fjölda náttúrufyrir- bæra, sem eiga að draga sérstaklega fram sköpulag þeirra. Neðan hverrar myndar er svo heiti fyrirbrigðisins, sem hljómar í samræmi við sköpulag þess. Mér hefur oft flogið í hug þessi hugsanlegu tengsl hljóms og nicrk- ingar í sambandi við nýyrðasmíð, og hefur mér sýnst, að bezt heppnuðu orðin hafi einmitt þessi tengsl til að bera. Tökum dæmi: -þyrla- (þ-ið og einkum r-ið gefa til kynna hraða hringhreyfingu) -sími- (gefur til kynna með hljómi sínum eitthvað sem er langt og mjótt; ef í stað -m- hefði t.d. verið -t- þá hefði merk- ingin alls ekki náðst eins vel) -svig- (mjúkt og ávalt í munni) Varasamt er að taka þessar getgátur of bókstaflega, en þó held ég að sann- leikskorn búi í þeim. í þessum sundurlausu skrifum mínum hefi ég ekki minnst beint á það hvernig sé að setja tónlist við íslenzka texta. Þó held ég, að þau at- riði sem ég hefi nefnt hér á undan hafi áhrif þar á, því að í mínum huga fer bezt á að hljómur tónlistarinnar sé sem mest í samræmi við merkingar orðanna sjálfra og einnig í samræmi við þeirra eigin hljóm, þ.e.a.s. að samræmi sé sem mest á milli hinnar tilbúnu tónlistar, merkinga orðanna og hljóms orðanna. En þessi harmonía þarf að vera víðtækari, og held ég að tónskáldið þyrfti einnig að vera meðvitað um möguleikana á að samræma tónlist sína hljómi setninganna og heilla málsgreina, og ennfremur að sam- ræma hana merkingu textans í heild sinni. Þegar þessa samræmis gætir bæði í hinu smáa (þ.e.a.s. á milli ein- stakra orða og einstakra tóna eða hljóma) og í hinu stóra (þ.e. á milli setninga eða málsgreina og hendinga eða kafla tónlistarinnar) þá held ég að sönglistin geti risið hvað hæst. Nú hefi ég tæpt á flestum þeim at- riðum, sem koma í huga minn varð- andi þetta efni. Ef ég gæfi mér enn meiri tíma til þá dytti mér eflaust eitthvað fleira í hug, en ef þetta á að vera þér að einhverju gagni þá má ég líklega ekki draga það enn frekar að póstleggja skrifin. Með skammdegiskveðjum, en hlýjum samt Reykjavík 13. janúar 1986 Hjálmar

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.