Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 54

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 54
52 / MYNDLIST FRANZ GRAF Franz Graf var staddur hérlendis í september 1989 vegna kennslu við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Verk hans hafa verið til sýnis hér nokkrum sinnum á Iiðnum árum, m.a. setti hann upp sýningu á aust- urrískri nútímalist í Nýlistasafninu 1986 í tengslum við Listahátíð. Text- inn sem hér birtist er hluti greinar eftir listfræðinginn Donald Kuspit um list Franz Graf sem fylgdi sýningar- skrá einkasýningar hans í Galerie Náchst St. Stephan í Vín 1988. Myndirnar eru birtar með Ieyfi sama gallerís. I.A. „Gagnsætt eðli teikningarinnar ítrekar dularfull helg áhrif. Þetta á einnig við um hið opna kerfi sam- stilltra eininga. Geometría innan geometríu, geometría hins opna rýmis og geometría hins innri kjarna - þetta er munurinn á opnum skúlptúr og hnitmiðaðri teikningu. Sýningar Franz Graf framkalla til- finningu um einveru, eru nokkurs konar rými íhugunar. Franz Graf hefur skapað innan hefðar óhlut- bundinnar listar nýja fléttu rýmis/ geometríu. Verk hans eru nokkurs konar geometrísk athöfn, skúlptúr- ískir gerningar og sýna fram á hversu sérstakt ástand geometrísk form geta skapað. Þegar niðurhlutun hins teikn- aða hrings á sér stað er líkt og þeir ósýnilegu hlutar sem vantar minni okkur á að hringur er innri hugmynd fremur en nærtækur hlutur; vegg- verkin upphefja konstrúktífískar lág- myndir til nýrra andlegra vídda, en hafa ekki einungis efnislegan tilgang; dáleiðandi eðli hins skreytikennda - sem það ávallt er ef vel notað - tælir okkur í algleymisástand; og hreint form sem tákn kjarna tilveru okkar, að því er virðist klofinn en ávallt algjörlega óskertur, draugur heil- steyptrar tilveru, sköpuð heild aðskilin okkar hversdagslegu tilveru, óvænt annars heims tilvist, innan veruleika okkar - allt þetta á sér stað í list Franz Graf. Hún er arfur nærri aldarlangrar listhugsunar um hrein form. List Franz Graf tekst hið erfið- asta í óhlutbundinni list, að láta hrein form virðast dularfulla opinberun, yfirskilvitleg en samt nærtæk, sann- leik að handan sem býr innra með okkur, hlut innsæis fremur en sjónar. Þýðing: Ingólfur Amarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.