Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 59

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 59
MYNDLIST / 57 ennþá í hráu ástandi, sem verður að vera „hreinsuð“ líkt og hreinn sykur frá hrásykri, af áhorfandanum; talna- gildi þessa stuðuls hefur engin áhrif á dóm hans. Önnur hlið sköpunarat- hafnarinnar kemur fram þegar áhorf- andinn upplifir umskiptingarfyrirbær- ið; í gegnum breytinguna frá ófrjóu efni yfir í listaverk, í rauninni hafa eðlisumskipti átt sér stað, og hlutverk áhorfandans er að ákvarða þunga verksins á hinu fagurfræðilega sviði. Þegar allt kemur til alls er sköpun- arathöfnin ekki framkvæmd af lista- manninum einum; áhorfandinn kemur verkinu í snertingu við ytri heiminn með því að ráða fram úr og túlka innri eigindir þess og þannig bætir hann framlagi sínu við sköpun- arathöfnina. Þetta verður jafnvel enn augljósara þegar eftirkomendurnir fella sinn lokadóm og endurreisa stundum gleymda listamenn. Viðvíkjandi „Tilbúningum“ Árið 1913 fékk ég þá ánægjulegu hug- mynd að festa reiðhjólshjól á eldhús- koll og horfa á það snúast. Nokkrum mánuðum seinna keypti ég ódýra eftirprentun af vetrarkvölds- landslagi sem ég kallaði „Lyfjagerð", eftir að hafa bætt við hana tveimur punktum, öðrum rauðum en hinum gulum, út við sjóndeildarhringinn. í New York 1915 keypti ég í járn- vöruverslun snjóskóflu sem ég skrif- aði á „Á undan brotna handleggn- um“. Það var um þetta leyti sem mér datt í hug orðið „Tilbúningur“ („Ready- made“) til þess að hafa yfir þetta form framsetningar. Það atriði sem mér er mikið í mun að komi fram er, að valið á þessum „Tilbúningum“ stjórnaðist aldrei af fagurfræðilegu skynbragði. Þetta val var grundvallað á við- bragði af sjónrænu hlutleysi ásamt algerri fjarveru góðs eða slæms smekks... í rauninni fullkomið skynleysi. Eitt af mikilvægum einkennum var stutta setningin sem ég ritaði stundum á „Tilbúninginn“. f stað þess að lýsa hlutnum með nafni, var þessari setningu ætlað að leiða huga áhorfandans að orðbundn- ari sviðum. Stundum bætti ég sjónrænu smáatr- iði við það sem fyrir lá, sem til þess að fullnægja veikleika mínum fyrir hendingum var nefnt „Bættur Tilbún- ingur“. I annað skipti, þegar ég vildi sýna grundvallar mótsögn milli listar og til- búninga, kom mér í hug „Gagnvirkur tilbúningur“: Notaðu Rembrandt málverk sem straubretti! Ég áttaði mig fljótt á hættunni af að endurtaka handahófskennt þetta form tjáningar og ákváð að takmarka framleiðsluna á „Tilbúningum“ við lítinn fjölda á ári. Á þessum tímum gerði ég mér grein fyrir að fyrir áhorfandann er list ávanalyf, jafnvel enn meira en fyrir listamanninn, og ég vildi forða „til- búningnum“ mínum frá spillingu af þessum völdum. Önnur hlið á „Tilbúningnum“ er að hann er ekki einstakur... eftirgerð „Tilbúnings" sendir sama boðskapinn frá sér; reyndar eru nær allir „Tilbún- ingar“ sem eru til í dag ekki uppruna- legir í hefðbundnum skilningi. Lokaathugasemd við þessa orð- ræðu sjálfbirgings: Fyrst litatúburnar sem listamaður- inn notar eru framleidd og tilbúin vara verður niðurstaða okkar sú að öll málverk í heiminum séu „Bættir tilbúningar" og um leið verk sem verða til við samsafn (assemblage).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.