Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 34

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 34
32 / TIMOTHY MO: SÚRSÆTT þanið þindina. Hann vissi að hæfileiki hans til að slaka á mundi vega upp á móti því hve sterkir og snöggir ungu mennirnir voru. Á bak við þá heyrð- ust óp, ryskingar og málmhljóð. Af og til æpti einhver. Járnplankinn gekk hratt fram, steig dansspor og hringsneri litlu sverð- unum svo hratt að þau líktust fiðrildavængjum. Jackie sveiflaði öxinni þunglamalega en Járnplankinn klemmdi hana á milli sverðanna. En höggið var greitt til að lokka hann og hann rankaði við sér á teppinu. Fung hafði fellt hann með því að sparka léttilega í ökkla hans. Hann hélt enn á sverðunum. Jackie Fung hljóp gegnum opið sem myndaðist á hringnum. Hann fór í loftköstum með hnén upp að brjóstkassanum. Með sjöfaldri hnútasvipunni hæfði Rauði Lurkurinn hann í hnén. Vegna þess hve öxin var þung hélt Fung ekki jafnvægi þegar hann lenti og þá gafst eldri manninum færi á að stinga hann í lærið. Jackie Fung skjögraði áfram, náði jafnvæginu og með bitlausu axarblaðinu hæfði hann manninn með sveðjuna í hnakkann. Annar maður sló til hans. Sverðsoddurinn sneið af enni Jackie Fungs, þannig að skinnpjatla lafði niður og hann blindaðist í blóðflaumnum. Maður- inn hjó aftur en í æsingi hans snerist blaðið á hlið í loftinu. Flatt blaðið rakst öðrum megin í höfuðið á Jackie Fung. Þriðji árásarmaðurinn reyndi að stinga hann í hliðina en blaðið bor- aði sig inn í upphandleggsvöðvann. Jackie Fung reyndi að greikka sporið, særður og sljór. Heilahristingurinn frá högginu olli því að ælan steig upp úr hálsi hans. Maðurinn vék til hliðar. Jackie Fung gat ekki séð hann lengur. Þrjár bílflautur sungu í kór. Járnplankinn gekk fram til að ljúka við Jackie Fung en tveir af banda- mönnum hans stumruðu yfir honum. Rauði Lurkurinn sagði: „Búið. Þessu er lokið.“ Járnplankinn hélt aftur af sér. Rauði Lurkurinn hrópaði: „Komið særðu mönnunum okkar út.“ Óvinur- inn gerði enga tilraun til að stoppa þá þar sem þeir hálfdrógu, hálfbáru hina særðu út og inn í bílana sem biðu. Einn rann í frosnu krapinu. í fjarska blikkuðu blá ljós. Það voru ekki þrjár mínútur frá því að fyrstu höggin dundu en nú ók Cítr- óen bíllinn í broddi fylkingar upp götuna. Súrsœtt, 18. kafli Þýðing: Einar Már Guðmundsson Timothy Mo er fæddur árið 1950, af ensku og kínversku bergi brotinn. Hann bjó í Hong Kong til tíu ára aldurs en fluttist þá til Englands. Hann hefur gefið út þrjár skáldsögur: The Monkey King, Sour Sweet og An Insular Possession. Timothy Mo er með þekktari og vinsælli höfundum á Englandi í dag, hefur hlotið fjöldann allan af verðlaunum og allar bækur hans hafa verið prentaðar í fjöl- mörgum upplögum. Sú vinsælasta er þó að öllum líkindum Sour Sweet sem hér er þýtt úr. Hún gerist í hinu lok- aða kínverska samfélagi í London og greinir á víxl frá átökum leynireglna, sem berjast um völdin í undirheimun- um, og lífi venjulegrar innflytjenda- fjölskyldu sem kemur sér áfram í veitingarekstri. Hvernig þessir tveir pólar skarast er forvitnum og fróð- leiksfúsum lesendum Tenings látið eftir að kynna sér upp á eigin spýtur. Pýð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.