Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 29

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 29
MYNDLISTI 27 Untitled 1989 timbur 55x55 sm hvert. innar, annars er það fyrirfram gefin list. Frumspeki er mjög vinsæl á ný. Það þjónar aðeins þeim tilgangi að vera vald til að felast bakvið, töfraorð eins og expressionismi. Það er eitthvað sem hefur með hið andlega í listinni að gera. í Los Angeles og í Haag var stór sýning um það efni, þar gastu séð hvaða list væri andleg, líkt og það væri eiginleiki sem eingöngu ætti við ákveðna tegund listar. Það sem ég á við er að ef við verð- um að hugsa samkvæmt tvíhyggju þá ættum við að ákveða hvað er gott og hvað slæmt, hvað er nýstárlegt og hvað ekki, hvað er gamalt og hvað er nýtt. Þá er auðvelt að sjá að Koons á ættir að rekja til Warhol sem er frá Duchamp og þetta er allt sama hug- myndin, Ready-made, svo allt er þetta eins og að framlengja blind- götu. Verk sem ég hreifst mikið af var eftir Roni Horn. Hún sýndi tvo sams- Konar hluti sem veggur skildi að. Frá ákveðnum punkti var hægt að sjá þá báða og það virtist eins og annar þeirra væri tvívíður og hinn þrívíður. Mér fannst ég vera búinn að tæma möguleika flatarins. Ég var eiginlega í hálfgerðri krísu þegar þessu enda- lausa málverki var hent framan í mig, eða þannig leið mér þegar ég vann að grafík. Seinna var það Pétur Arason sem benti mér aftur á Donald Judd, ég fór að lesa aftur það, sem hann hafði að segja. Það var mikil örvun að sjá að fleiri voru í andstöðu við það sem var að gerast. Ég hafði jú þegar lesið viðtal við Kosuth, þar sem hann var mjög harður á móti þessum breyt- ingum, sem eiginlega má kalla íhalds- þróun. Mig rekur líka minni til að í Hollandi hafi Gerhard von Graeven- itz bent á þetta og sjálfsagt eru miklu fleiri. En ég held að þessi skoðun sé sífellt að vera útbreiddari nú. - Þú varst að tala um frumspeki í sambandi við list í dag. - Já, ég var að tala um verk Roni Horn, þau staðfesta að það er ekki allt sem sýnist. Líkt og Einstein upp- götvaði 1916, undir áhrifum hug- mynda Ernst Mach, eðlisfræðings og prófessors í heimspeki í Vín, sem sýndi fram á að megnið af vanda- málum frumspekinga væri óþarft. Tungumál okkar er of takmarkað til að hægt sé að skýra frumspeki. Frumspeki fjallar um svið reynslu sem ekki er unnt að færa sönnur á. Með öðrum orðum, hún fæst við Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir spurninguna „Af hverju“, þegar hins vegar innan takmarka máls okkar getum við einungis svarað „hvernig“. Frumspeki er ekki hægt að deila með öðrum. Ég var líka að tala um Post- Modernisma. Sem heimspeki er hann helst tengdur greinum svo sem fé- lagsfræði og sálarfræði. Hann van- rækir eða undanskilur raunvísinda- greinar eins og eðlisfræði og stærð- fræði, hann miðar þess vegna allt út frá mannlegum gildum og hleypir frumspekinni að. Hins vegar rann- sakar eðlisfræðin uppruna orkunnar, bæði með kjarnafræði og stjörnu- fræði, sem er aðeins hægt með efnis- legum leiðum, hvort sem það er efni eða andefni sem er rannsakað. Eig- indir tíma, rýmis, þyngdarafls og efnis eru allt eigindir sem mynda heild. Þetta er líka mjög mikilsvert heim- spekinni. Til að mynda gagnrýni Judds á skiptingu forms og innihalds eða hugsunar og tilfinningar sem hann telur vera afleiðingu kristinnar aðgreiningar líkama og sálar. Ég tel að þaðan sé hugmyndin um andlega list komin sem um leið gerir ráð fyrir óandlegri list. Sú skipting er röng. Svo er því haldið fram að þróun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.