Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 57

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 57
MYNDLIST / 55 eftir hreyfingu, og framrás tímans, með misflóknu forma- og litaspili í hreyfingarlausum listaverkum, þá var Duchamp logandi af áhuga á mögu- leikum raunverulegrar hreyfingar í (list)sköpun, eðli tíma (fjórðu vídd- inni) og víxlverkunar skynjunar og skilnings, og tíma og hreyfingar. Og á sama tíma og kenningasmiðir Nú- tímamyndlistar, ekki síst Kandinsky, leituðu með logandi ljósi að „frum- einingum" myndlistar og „frummerk- ingu“ forma og lita sem síðan átti að vera óumdeilanlegir hornsteinar í kenningakerfi um samsetningu (com- position) í myndlist, þá gleymdu þessir hugmyndafræðingar einu sem Duchamp gleymdi ekki: sköpun áhorfandans. í tilbúningum Duc- hamps gerist það í fyrsta skipti, innan vestrænnar myndlistar, að sköpun áhorfandans er einangruð og skil- greind. Það sem hangir á spýtunni í mynd- list Duchamp er, í fáum orðum, sam- band sköpunar og skynjunar við eró- tískan aflvaka sinn. Það hvernig það að horfa, sjá, að gera sýnilegt fer fram, einkum það hvernig áhorfand- inn gerir (verkið) sýnilegt: Vitnið/ áhorfandinn býr í rauninni til atburð- inn með því að vera á staðnum, en atburðurinn „tælir“ jafnframt til sín, og býr í vissum skilningi til, vitnið/ áhorfandann. Þessar hugmyndir mætti orða á eftirfarandi hátt: List- skynjun og -sköpun er erótísk sam- loka, sem er samhverf um afstæðan ás, þar sem hvor helmingur samlok- unnar skiptir um hlutverk á víxl. Marg- slungin og hugvitsamleg tilbrigði við þessa hugsun Duchamps er auðvitað að finna í verkurn hans, en hún er þó sett fram af lang mestri fyllingu og nákvæmni, fyrst í Stóra glerinu og síðar í Gefið. Ef frá eru talin fáein viðtöl sem voru tekin við Duchamp, einkum eftir að ótvírætt mikilvægi hans innan vestrænnar myndlistar var orðið ljóst, sem ekki varð fyrr en í byrjun sjö- unda ártugarins, þá eru þær tvær ræður sem hér birtast eiginlega einu útskýringar hans sjálfs á eigin list- sköpun og hugsun. Ekki er ofsögum sagt að þegar þessi viðtöl og þessar ræður og önnur skrif Duchamps, (einkum endurútgáfa á Grœna kass- anum auk ýmissa orðaleikja, texta og hugrenninga), tóku að birtast á prenti, hafi það verið meðal stórtíð- inda innan vestrænnar menningar; og sú athygli sem þessar útgáfur vöktu á verkum hans, um margt átt þátt í að valda þáttaskilum innan hennar, þáttaskilum sem reyndar sér ekki enn fyrir endan á. Fyrri ræðan, The Creative Act, var fyrst flutt á ráðstefnu The American Federation of the Arts í Flouston, Texas í apríl árið 1957 og prentuð í sumarhefti listtímaritsins Artnews (USA) sama ár. Seinni ræðan, Apropos of „Readymades", var tæki- færisræða eða yfirlýsing flutt á mál- fundi í tilefni samsýningarinnar „The Art of Assemblage“ sem haldin var í The Museum of Modern Art í New York árið 1961 þar sem Duchamp var einn af þátttakendunum. Þessi ræða var fyrst prentuð í Art and Artists (England) í júlí 1966.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.