Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 52

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 52
50 / TÓNLIST ingu sinni og upprunalegum hljómi (mannsröddinni) þá hafi mér tekizt að draga fram í dramatísku samhengi (þ.e. í tónverki) mikilvægan þátt í tungutakinu, þ.e.a.s. lögun (sköpu- lag) orðanna. Þessi tvö verk sem ég hefi nefnt eru mjög ólík að allri ytri gerð, en þau eiga það sameiginlegt að endurspegla vangaveltur mínar um tónlistina í tungutakinu. Raftónverkið dregur fram í forgrunninum lögun orðanna óháð merkingum eða hljómi þeirra, en Corda Exotica er nokkurs konar tilraun með hljóm orðanna og tengsl (eða tengslaleysi) þessa hljóms við merkingar þeirra. Hvað varðar tónlistina í íslenzk- unni þá hefi ég því miður engar alls- herjarkenningar á takteinum. íslenzkan er manni líklega alltof töm til þess að maður geti borið hana á raunhæfan hátt saman við önnur tungumál. Þó held ég, að hún geti verið brunnur ótrúlega frjórrar nýsköpunar og endurnýjunar ef möguleikar hennar eru nýttir af viti. Ekki veit ég hvaða þættir það eru helzt, sem móta tungumál og gera þau svo ólík hvert öðru sem raun ber vitni. Þó er ég viss um, að það hefur haft mikil áhrif á íslenzkuna, að á tímum mikillar einangrunar Iandsins þá varðveittist tungan í sögnum, Ijóðum og löngum kvæðabálkum, sem menn fluttu upphátt (lásu, kváðu, sungu) hver fyrir annan. Þar sem íslendingar voru fyrr á tímum miklir íþróttamenn á sviði ríms og stuðlunar, þá er ekki ólíklegt að einmitt sú geirneglun, sem slíkar íþróttir hafa í för með sér á skáld- skapinn, hafi átt sinn þátt í því, að tungumálið er innbyrðis eins hljóm- lega samræmt og raun ber vitni. Mér er það til dæmis til efs, að nokkurt annað tungumál búi yfir eins miklum rímmöguleikum og íslenzkan gerir, sem þýðir líklega að mikils hljóm- samræmis gætir í henni en kannski líka að hljómur hennar sé frekar ein- hæfur. í þessu sambandi væri til dæmis gaman að vita hvort hljóm- lögun orða í íslenzku sé einhæfari en í öðrum vestrænum málum, og á ég þá við lögun orðanna bæði hvað varðar styrk þeirra og hvað varðar tónsvið (hljóðtíðni) þeirra. Annað, sem hefur getað haft áhrif á þróun íslenzkunnar, er sú stað- reynd, að hér var mjög lítið um hljóð- færaleik um margra alda skeið, en vissar rannsóknir benda víst til þess að samband geti verið á milli hljóms tungumáls og hljóms þeirra hljóð- færa, sem þjóðin notar sem talar það tiltekna tungumál. Þar sem hljóðfæri hafa að öllu jöfnu miklu breiðara tónsvið en mannsröddin, þá dettur mér í hug í þessu samhengi hvort hljóðfæraleysið hér á landi hafi ef til vill haft þau áhrif, að hljómur íslenzkunnar sé ekki eins margbreyti- legur og hljómur annarra vestrænna tungumála og sé ekki á eins breiðu tónsviði og hljómur þeirra. Hér er auðvitað um hreina getgátu að ræða. Hvað varðar ellefu alda þúfnagang, þá er ég ekki þeirrar skoðunar að Islendingar séu endilega ótaktvissari en aðrar þjóðir. Frekar held ég, að í aldanna rás hafi þeir ekki þroskað taktskyn sitt að nokkru ráði og má eflaust rekja ástæðu þess til hljóð- færaleysisins sem hafði í för með sér að menn þurftu lítt að leika saman og samhæfa sig í leik. Til þess að geta leikið saman þurfa menn auðvitað að þroska verulega taktskyn sitt. Rímurnar voru kveðnar og stjórn- aðist takturinn alfarið af hrynjandi orðanna og setninganna. í tví- söngnum þurftu menn auðvitað að samhæfa söng sinn að nokkru leyti, aðeins þó tvær raddir í senn er yfir- leitt hreyfðust samtímis (nóta-á-móti- nótu). Þess ber einnig að gæta, að tvísöngslögin voru yfirleitt í mjög hægum tempóum og mjög frjálsleg í takti og hvað varðar lagrænar skreyt- ingar og útúrdúra. Danslögin, s.s. vikivakar, gerðu meiri kröfur að þessu leytinu til, en einmitt þau lög voru illa séð og oft hreinlega bönnuð af bæði kirkjulegum og veraldlegum yfirvöldum. Þá er rétt að minnast þess, að það sem við í dag köllum takt og að vera taktviss eru fyrirbæri, sem í evrópskri tónlist á rætur sínar alfarið að rekja til fjölröddunarinnar. Fyrir tíma fjöl- röddunarinnar sungu menn í Evrópu einraddaðan söng (t.d. Gregoríansk- an) sem þurfti ekki taktvissrar samhæfingar við og þar af leiðandi ekki reglubundins takts. Þar sem meginþorri íslendinga komst aldrei á það stig að syngja annað en einradd- aðan söng og allra frumstæðustu gerðir fjölröddunar (þ.e. tvísönginn) þá er vart við því að búast, að þeir hafi tamið með sér taktvísi og reglu- bundið taktskyn. Hvað varðar tengsl á milli hljóms orðanna og merkingar þeirra þá held ég, að íslenzkan sé í ýmsu dálítið sérstök. Það sem mér hefur fundizt langmerkilegast í þessu sambandi eru hin nánu tengsl, sem eru á milli hljómlögunar ýmissa nafnorða og lögunar eða sköpulags þeirra hluta, sem heita þessum nafnorðum. Einkum á þetta við nafnorð sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.