Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 24

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 24
22 / MYNDLIST / 7 £ r/ SA f s MBT A /A _ ■ mmm ÆBBBn ■ / n . / li Zi'p 7950, akrýl á pappír 48x62 sm. haföi þunga undirstöðu og smíði sem var komið fyrir á hliðinni sem var látin hanga yfir gólfinu. Verkið var lárétt, en samt með undirstöðu. Síðar Iosaði ég mig alveg við undirstöðuna en hafði verkið áfram í láréttri stöðu. Síðan kemur röð verka sem ég kalla nálar. Löng, sívalningslaga verk sem liggja á gólfi. Efnislega séð taka þær ekki mikið pláss, en þær hafa sterk áhrif á rýmið sem er háð því hvernig þær eru staðsettar. Á sýningu hjá Birgi Andréssyni setti ég þær nálægt veggnum, svo þær væru óvirk- ar. Á síðustu sýningunni í Nýlista- safninu varð ég að setja þær út á mitt gólfið því aðrir voru með myndir á veggjunum, og þær ríktu yfir rýminu. Þrátt fyrir hlutfallslega hógværa stærð þeirra, var umfang þeirra stórt. Samhengi þeirra er innihaldið, sem gerir það að verkum að þær eru miklu háðari umhverfi en eldri verkin. - Gerist það aldrei hjá þér að rýmið er hreinlega kveikjan að verkinu, formar verkið og ákvarðar efni þess? Hvað ákvarðar form verkanna? Hvernig færðu hugmyndir? - Árið 1980 gerði ég verk hér á ís- landi sem nefndist: „Tidal Sculpture“ „Flóð og fjara“. Þetta var skúlptúr sem breyttist frá láréttri stöðu yfir í lóðrétta og síðan aftur í lárétta, og svona fram og til baka. Þetta verk hefur í seinni tíð sífellt orðið mér mikilvægara. Það var gert milli lands og lítils hólma á stað þar sem fjaraði þegar útfall var. Það var staðurinn sem kveikti hugmyndina. Það var staðurinn sem ákvarðaði verkið og öfugt. I svari mínu um breytingarnar frá aðskildum hlutum yfir í hluti sem falla inní rými útskýrði ég hve nauð- synlegt það er fyrir mig að rýmið sem ég sýni í sé hluti af verkinu. Verk geta bæði verið gerð sérstak- lega með ákveðið rými í huga eða felld að því, en rými er aldrei bara ílát fyrir verk. - Af hverju er það tilhneiging hjá þér að gera röð verka í stað stakra verka og hvernig tengjast hugmyndir um kerfi list þinni í dag? - Ég held ég hafi ekki tilhneigingu til að gera röð verka. í raun er ég næstum alltaf að gera það sama við mismunandi kringumstæður. Með þeirri reynslu sem ég hlýt af vinnu minni breyti ég um leiðir til að nálgast viðfangsefnið. Kjarninn er regla og eining, og honum er náð með form- gerð og hlutfalli. I eldri verkum mínum notaði ég kerfi til formgerðar til að ná fram reglu og einingu, en það var skynjun þeirrar einingar sem var á oddinum en ekki kerfið. Ég hætti að nota kerfi, því þau endur- spegla hugmynd æðri reglu byggða á áætlun sem er utan verksins. Hugmyndir koma af reynslu, stundarinnblæstri og sameinaðri fyrri reynslu. Lýsing reynslunnar er miklu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.