Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 20

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 20
18 / MYNDLIST KEES VISSER IIINDRI N OG ÓENDANLEIKI Kees Visser er fæddur í Hollandi 1948. Hann er einn þeirra erlendu listamanna sem hafa tengst Islandi og íslenskri list sífellt sterkari böndum. Frá því á áttunda áratugnum hefur hann verið búsettur hér um lengri eða skemmri tíma. í Hollandi rak hann ásamt þremur íslendingum Gallerí Lóu og síðar Boekie Woekie. Á íslandi hefur hann verið meðlimur í Nýlistasafninu og í Myndhöggvarafélaginu. Hann hefur oftsinnis sýnt hér á Iandi og kennt við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Eftirfarandi viðtal, sem var unnið á síðastliðnu ári, ætti að gefa mynd af því sem Kees hefur verið að fást við og hugmyndum hans um list. — Hvernig stóð á því að þú gerðist listamaður? - Ég málaði og teiknaði mikið þegar ég var lítill, í anda Kurt Schwitters límdi ég klippimyndir inn í olíumálverk. Þegar ég var tólf ára gáfu foreldrar mínir mér alvöru olíuliti og þegar ég var sautján ára fór ég að taka ljósmyndir. Það var útfrá Ijósmyndun sem ég fór fyrst að fá list- rænan metnað. Ég fékk áhuga á kvikmyndalist og sá fjölda franskra kvikmynda, sérstaklega þó „Nýbylgj- una“ en í anda hennar voru fram- sæknustu myndirnar gerðar. Mikil- vægustu fulltrúar hennar voru þeir Godard og Truffaut. Ég sá líka fjölda ítalskra mynda og kunni að meta de Sica og Rosselini eða Pasolini. Ég var ekki eins spenntur fyrir Fellini, mér fannst allt of mikil ópera í því sem hann var að gera. En semsagt mig langaði að verða kvikmyndagerðar- maður. Þar fyrir utan las ég mikið um myndlist og hafði sérstakan áhuga á hollensku „de Stijl“ hreyfingunni. Þá fannst mér Mondrian besti málarinn, þó var skilningur minn á honum yfirborðskenndari þá en hann er nú. Eiginlega var það mágur minn Robin van Harreveld sem benti mér á Mondrian og margt annað. Ég stend í mikilli þakkarskuld við hann. Þegar ég var tuttuguogfjögra ára tók ég aftur fram olíulitina til að gera eftirmynd af verki eftir Mondrian. Það var síðasta verkið sem hann lauk við: „Broadway Boogie Woogie“. Ég vann að þessu málverki á vinnustofu vinar míns sem var málari og þar hitti ég marga aðra listamenn. Einn þeirra kom með þá uppástungu að ég málaði mín eigin verk, ég gerði það og hann bauð mér að sýna með sér. Þetta var upphafið (1973). Ég sýndi fjögur stór flatarmálverk, hvert þeirra var 1.50 x 1.50 m að stærð og þau tengdust hvert öðru með einhvers konar stigvaxandi rytma. Þetta var allt í minimalískum stíl sem þá var áberandi meðal annarra stefna á Stedelijk safninu, en þar í stærsta salnum héngu að jafnaði uppi verk eftir Kelly, Stella, Newman, Louis og fleiri. - Fyrstu verkin sem ég sá eftir þig voru á sýningu þinni í Súm 1976. Ég man óljóst eftir sýningunni, en þú sýndir þar að mig minnir Ijósmyndir þar sem þú tíndir spýtur í fjöru og raðaðir þeim á ákveðinn hátt. Síðar sá ég verk eftir þig þar sem þú varst að vefa með ræmum úr blöðum og bókum. Geturðu sagt mér meira um þessi verk og það sem þú hafðir gert frá 1973 þegar þú málaðir þínar fyrstu myndir? Og hvernig kynntist þú íslendingum í Hollandi? - Þú spyrð um fyrstu málverkin mín. Þau fjölluðu aðallega um bygg- ingu og höfðu engar malerískar hliðar. Ein hugmynd sem lýsir nokkuð vel hvað ég var að gera er: „Spiral paint- ing“. Ég gerði nokkrar mismunandi útgáfur af því verki. Ég byrjaði með því að staðsetja spíral í miðju málverks. Kringum málverkið setti ég átta önnur málverk. Ég byggði útfrá miðjumyndinni og lét hana vaxa yfir í málverkin sem lágu að henni. Að síð- ustu tók ég í burtu myndina í miðj- unni. Utkoman var því afleiðing þess sem ég hafði byggt í upphafi en ekki fyrirfram úthugsuð myndbygging. Einhvern veginn leiddi þetta til objektífari útkomu. Ég vildi ekki að listaverk væri afurð einhverrar goð- sagnalegrar hetju, sem gæti aðeins komið huglægum hugmyndum á fram- færi í útvöldum hópi innvígðra. Ég vildi eitthvað áþreifanlegt. I mörg ár gerði ég verk sem voru framkvæmd einfaldrar hugmyndar. Ljósmyndaverkið sem þú sást í Súm er annað dæmi. Það heitir: „Klukkutíma skúlptúr". Á þessum árum gerði ég reyndar ekki greinar- mun á málverki og skúlptúr. Ég hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.