Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 12

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 12
10 I DÖNSKU SKÁLDIN Stjórnmál hafa dregist inn í umræðuna um skáld 9. áratugarins og þau verið sökuð um hægra dekur, borgaraskap og sjálfsdýrkun, en Strunge hefur sagt að þau tilheyri vinstri hreyfingunni meira og minna, þótt þau leyfi sér að yrkja án tillits til flokkssamþykkta, andstætt við játn- ingaskáldin. Þegar þessar tvær ólíku kynslóðir eiga í hlut, kemur í ljós ólík notkun persónufornafnsins „við“. Hjá játn- ingaskáldunum merkir það „við á vinstri vængnum“ og „við í kvenna- hreyfingunni“. En hjá nýskáldunum verður „við“ samnefnari kynslóðar sem alin er upp í plasti og steypu: „Við í alheimsfriðnum“ og „við í miðjum heimsendi að frádregnum herforingjum og stjórnmálamönn- um“. Kvæðið Fánar draumsins eftir Michael Strunge er ágætt dæmi um þetta. Þrátt fyrir þessa notkun 1. pers. flt. beita nýskáldin oft hógværu 1. pers. forn. et. og stundum ástríku 2. pers. fornafni. Eitt af því sem speglast í ljóðum þessara höfunda er ótti, djúpstæð þjóðfélagskreppa sem engar hug- myndafræðilegar lausnir virðast geta leyst. Afleiðingin er sú að skáldin virðast eingöngu skrifa fyrir sjálf sig þó í kvæðum þeira birtist oft hörð gagnrýni á neyslusamfélagið. I þeirra augum er listin undirvitund þjóðfélagsins og skáldið áhorfandi og sjáandi, útlagi sem gagnrýnir samfé- lagið með ljóðum sínum og sögum. Til þess notar það ímyndunaraflið og goðsögnina. Árið 1976 reið ljóðskáldið F.P. Jac á vaðið með sinni fyrstu bók, Spont- ante kalenderblade. Þar segir hann skilið við félagsraunsæi 8. áratugarins og heilsar þeim 9. með glæsibrag. Tveimur árum síðar birti Henrik S. Holck bókina Vi má være som alt og Michael Strunge, eini yfirlýsti pönk- arinn sendi frá sér innblásið ljóðasafn Livets hastighed og var undir sterkum áhrifum frá David Bowie. Fleiri bætt- ust við í gegnum rithöfundarnám- skeið Pouls Borums 1976-1977 og tímaritið Hvedekorn. N.A. Conrad telur árin 1976-1978 vera fyrra tímabil nýskáldanna. Síðara tímabilið er tengt bókum sem út komu árið 1981 og síðar. Þar fóru fremstir Bo Green Jensen með Requiem og messe, Spren Ulrik Thomsen sem gaf út City slang og Strunge sendi frá sér Vi folder dr0m- mens faner ud. Þetta seinna blóma- skeið stendur að nokkru leyti enn þó ýmsar breytingar hafi orðið; sterkari einstaklingseinkenni og að skáldin litu ekki á sig sem hóp þó fjölmiðla- og samkeppnisþjóðfélagið reyndi að halda þeim á einum bási. Hinsvegar byggðu þau á sameiginlegum grunni: Hástemmdri ljóðrænu, háspeki, myndrænni uppsetningu textans og tímaferðalagi þar sem vitundin um ritstörfin, athöfnin að skrifa kemur fram í ljóðum þeirra. Sem dæmi má nefna ljóðið Hœgt út eftir Sören Ulrik Thomsen sem birtist í 3. hefti Tenings árið 1987. Þar er kynferðislegri full- nægingu og ritstörfum fléttað saman á listrænan hátt. Á tímum hópvitundar þeirra var persónufornafnið „við“ talsvert notað og ýtti það undir upp- reisn ljóðsins og sameiginlega reynslu þeirra: Pönki, rokki, mannslíkaman- um, kynhvötinni, stórborgarlífinu og uppgjöri við skáld áttunda áratugar- ins. Einnig hrifust þau af hæfni ljóðs- ins til ummyndana. Stökkið frá því sameiginlega yfir í hið einstaklingsbundna sést best hjá Strunge sem oft virðist talsverður prédikari og mikið lciðtogaefni, því framan af notar hann 1. pers. flt. meira en aðrir af þessum skóla. En í 5. ljóðasafni sínu Ud af natten leggur Strunge niður sameiningartáknið „við“ og tekur upp dýpri 1. pers. tján- ingu: Ég er ekki mannvera/ég er nán- ast ásigkomulag. Þar með stingur hann í beint samband við lífs- og heimsskynjun eftirstríðsáraskáldanna (módernista) sem var: Ég er annar/ önnur eða þetta: Nei ég er sá sem ég hef alltaf verið/ -einhver annar. í tímaritinu Karneval 83 segir Strunge um sjálfan sig: „Þetta snýst um ljóðið sem ljóð, um skynjanir, háspeki og einstaklingsbundna upp- lifun á heiminum í dag. Ljóðið sem auga vitundarinnar. Að setja 1. pers. í miðjuna til að halda hinu einstakl- ingsbundna föstu; fara fram úr sjálfum sér til að rýma fyrir skilningi og viðurkenna meira en sína eigin til- veru. Ég vil beita vitundinni til að verjast því að verða framandi, víkka sjálfið til að ná tökum á firringunni.“ Bo Green Jensen gaf árið 1985 út síðasta bindið í kvæðaflokknum Ros- ens veje I-VII og heitir það Porten til Jorden. Ljóðasafnið er allt í senn dæmi um siðtáknrænu, dómsdags- boðun og háspekilega draumsæju. í bókinni er skipt frá 1. pers. flt. yfir í 1. pers. et. líkt og hjá Strunge. En munurinn felst í því að það er ákveðið í byrjun að setja „ég“ eða „ég er“ inn í ljóðin. Það er semsagt aðdragandi að umskiptunum. Stoltur og með dæmigerðu hljómfalli guðs- dýrkunar iðkar hann sitt sérstæða ljóðmál. Hann samþættir áreiti sem síðan verða fyrir áhrifum hvert frá öðru. Sama gildir um skynsvið og tákn úr ýmsum áttum sem hann notar í leit að tilgangi fyrir sjálf sitt. í ljóð sín tekur hann allt sem hugsast getur: Biblíuna, gríska og norræna goða- fræði, Eliot, Joyce og Kafka ásamt ýmsum poppurum, Jim Morrison, Pink Floyd, Lou Reed o.fl. Sem til- vitnanakotra er Rosens veje þýðing- armikið síðnýstefnuverk (post- módernískt) sem ber hátt í danskri nútímaljóðlist. Fyrrnefnd skil milli 1. pers. et. og flt. eru ekki eins áberandi skýrt orðuð hjá Spren Ulrik Thomsen og hinum. Hann lætur 1. pers. svífa um ljóðin án þess að nota orðið „ég“. Það sjálf sem þannig birtist er kveikjan að kynslóð- arupplifun hans og skynjun á borg- inni. Með ljóðum sem lýsa nálægð, fela í sér líkamsvitund og borgarlíf, skynjanir og dauðavitund, skapar Thomsen samkennd og fangar sam- ciginlegan reynsluheim: Stórborgina. Thomsen reynir í eitt skipti fyrir öll að ná tímanlegri og staðbundinni til-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.