Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 8

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 8
6/SKÁLDSKAPUR BJÖRN BIRNIR BILLY BOY BLOSSOM Hann tók sér þetta nafn sjálfur. Það hafði réttan hljóm og var í samræmi við kúrekahattinn og byssuna sem honum höfðu verið gefin. Þegar nafnið var komið fór Billy boy rak- leiðis niður í kjallarann þar sem við bjuggum og tilkynnti nýja heitið. Mamma hló dátt en systir mín Ijóm- aði af hrifningu. Þau áttu einstaklega vel saman hún og Billy boy. Þegar allt lék í ljúfu lyndi voru þau eins og englabörn en þegar þau slógust, já þá var nú líf í tuskunum. Systir mín leit út eins og lítil sól, andlitið á henni var eitt bros og hvítt hárið stóð eins og geislar í allar áttir. Undir yfirborðinu ólgaði skap sem líktist innviðum sól- arinnar; milljónir af vetnissprengjum. Billy boy var hið dæmigerða einka- barn þó að hann ætti eldri systur. Hvernig gat hann líka verið annað en eftirlæti móður sinnar með Ijósu lokkana og útlit eins og Amor sjálfur. Hann vantaði bara boga, örvamæli - og vængina. Billy boy var fullur af strákapörum og þegar þau léku sér saman hann og systir mín var eins gott að fullorðnir sæju ekki til. Þau þurftu, að vísu, á vitni að halda og ég var sjálfkjörinn í þetta hlutverk þar sem ég var bara einu ári eldri. Þarna fundu þau líka mann sem var óþreyt- andi að hneykslast á fíflalátunum. Ég sé það núna, að það var einmitt þetta fuss og svei sem þau sóttust eftir. Samverustundir Billy boy og systur minnar voru eins og nútímahjóna- band. Það byrjaði allt í sátt og sam- lyndi og barnaleikjum sem voru eftir hinni fullkomnu uppskrift fullorð- inna. Svo upphófst alls kyns leyni- makk. Þau þreyttust seint á að gera tilraunir með líkamsparta sem annað hvort þeirra skorti. Eg er sannfærður um að eftir 10 ára tilraunastarfsemi hefðu þau komist að, án utanaðkom- andi upplýsinga, hvernig þessi tól virkuðu. Sem sýnir að Adam og Eva hefðu komist frá Paradís án hjálpar snáksins. Að lokum kárnaði gamanið og sælustundunum lyktaði iðulega með blóðugum slagsmálum. Þá söng í öllu húsinu af óhljóðum eins og þegar tvær risaeðlur heyja baráttu upp á líf og dauða í vaskahúsinu. Þegar Billy boy öskraði var eins og hinn hjartahreini ásakandi alls órétt- lætis heimsins tæki til máls. Sama var hvað hann hafði gert af sér, tónninn bar þess vitni að hann var fullkom- lega sannfærður um að sér væri gert rangt til, enda höfðu óhljóðin tilætluð áhrif; móðir hans kom alltaf á harðahlaupum að sækja engilinn sinn. Systir mín kom aftur á móti grátstokkin inn til okkar með hjartað sundurkramið, enginn huggaði hana. Þetta hús var íslensk stéttaskipting í hnotskurn. Við vorum almúginn í kjallaranum. Foreldrar Billy boy lifðu virðulegu miðstéttarlífi á mið- hæðinni og á efstuhæð bjó yfirstétt í menningu og listum, ef ekki í því sem ryð og mölur fær grandað. Þarna var engin einangrun milli stétta eins og tíðkast hjá erlendum þjóðum og vin- átta barnanna gekk þvert á lagaskipt- inguna. Minn besti leikfélagi og fóst- bróðir bjó á efstu hæðinni. Við vorum engir englar heldur, einn sunnudagsmorguninn kláruðum við úr glösunum eftir virðulegt hanastél foreldra hans. Ég kom skjögrandi niður til móður minnar en einka- sonurinn fannst víndauður bak við sófa eftir mikla leit. Faðir hans var af erlendum uppruna en hafði gerst leið- togi í listalífi þjóðarinnar. Hann var ljúfmenni og einstaklega barngóður. Við mig var hann sérstaklega góður. Ein afmælisveislan hjá Billy boy er mér einstaklega minnistæð. Það var dæmigert veður í Vesturbænum; hrá- slagaleg sumarrigning. Billy boy hafði læst útidyrunum og leyfði engum að nálgast þær. Hann var hrókur alls fagnaðar, gætti þess vandlega að vera í sviðsljósinu og í miðdeplinum, en eyrun voru sperrt eftir hljómi dyra- bjöllunnar. Þegar hringing kvað við þaut Billy boy að dyrunum og opnaði örlitla rifu, úti í rigningunni stóð prúðbúinn afmælisgestur með afmæl- isgjöf í hendinni. Hann gerði sig lík- legan til þess að ganga inn, en dyra- vörðurinn stóð fastur fyrir. Billy boy ætlaði ekki að hleypa neinum inn í afmælisveisluna sína sem ekki reiddi af hendi aðgöngumiðann. Hann þreif afmælisgjöfina af gestinum og reif hana upp á staðnum. f flaustrinu sem fylgdi tókst gestinum að smeygja sér inn og úr yfirhöfninni, rétt tímanlega til þess að heyra óþvegið álit Billy boy á afmælisgjöfinni. Hann var vandlát- ur, og oftast fóru báðir stórmóðgaðir til stofu. Um þverbak keyrði þó þegar leikfélagi minn af loftinu birtist. Hann hafði falið afmælisgjöfina undir peysunni sinni. „Hvar er afmælisgjöf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.