Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 36

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 36
34 / BRETASOGUR heldur ekkert sérlega mikið fylgi hjá bókmenntafrömuðum enskum. Mín tilgáta til skýringar á þessu er sú, að eftir Finnegans Wake hjá James Joyce hafi módernismi verið kominn í öng- stræti, ekki átt neina útgönguleið. Og uppákomur eins og að gefa sögu- þræðinum á kjaftinn, brjóta niður persónusköpun og atburðarás, eins og var vinsælt fyrir tveimur áratug- um, hafa ekki haft nein marktæk áhrif á enskar bókmenntir í samtím- anum. Þær hafa haft áhrif, en hafa aldrei orðið neinn áhrifavaldur, að því er mér virðist. En hvað sem um þetta má segja, þá eru enskar nútíma- bókmenntir sérlega blómlegar. Þær eru skemmtilegar, uppáfinningasam- ar og margar þær bækur, sem nú koma út, eru mjög vel skrifaðar. Fyrir utan þá höfunda, sem ég nefndi hér að ofan nægir að nefna Iris Murdoch, Anthony Burgess, Kings- ley Amis, William Golding og jafnvel Harold Pinter. Lesendur þessa tíma- rits kynnast svo rjómanum af yngri höfundum enskum í þessu hefti. Julian Barnes fæddist í Leicester árið 1946. Áður en hann gaf út Sögu heimsins í 10 1/2 kafla 1989 hafði hann gefið út fjórar skáldsögur. Hann hafði starfað við blaðamennsku eftir að hann lauk háskólanámi og síðast ritaði hann sjónvarpsgagnrýni í sunnudagsblaðið The Observer. Fyrsta skáidsaga hans, Metroland, kom út 1981 og hlaut mjög góðar við- tökur. Þá kom Before She Met Me (Áður en við hittumst), síðan Flaubert’s Parrot (Páfagaukur Flau- berts) og Staring at The Sun (Horft í sólina). Mér hefur ekki enn tekizt að verða mér úti um fyrstu söguna, en hinar hef ég komið höndum yfir. Það er ekki aðeins að skáldsögur Julians Barnes hafi fengið góðar viðtökur gagnrýnenda heldur hafa lesendur sótzt eftir þeim, þær hafa selzt vel. Ég get ekki betur séð en að þær eigi það skilið. í sögunum er að finna á köflum alveg aðdáunarvert hugvit, frásagnargáfu og stíl, sem hlýtur að heilla lesendur með óspjölluð augu. í sögunni Before She Met Me segir frá sagnfræðingi sem giftist í annað sinn konu, sem hafði lifað venjulegu nútímalífi, leikið í fáeinum kvik- myndum, sofið hjá mörgum mönnum og orðið síðan ástfangin af honum, hann skilið við konuna og þau gifzt. Sagan segir síðan af afbrýði, sem vaknar hjá honum í garð þeirra manna, sem konan hans hafði haldið við, áður en þau hittust. Afbrýðin stafar ekki af því, að hún sé laus á kostunum, eftir að þau hittast heldur áður. Hann hefur síðan rannsóknir sínar á ástarævintýrum konu sinnar og sagan segir nokkuð af þeirri sálar- angist, sem þessu fylgir, erfiðleikum í hjónabandinu og lokaúrræðinu. Öll sagan er sögð af umtalsverðu listfengi. Staring sat The Sun segir ævisögu konu, sem lifir frá því rétt fyrir seinni heimsstyrjöld og fram á næstu öld, uppvextinum, hjónabandinu, skiln- aðinum, drengnum sem hún eignað- ist, ellinni og því að deyja. Lykilatrið- ið í sögunni er hugrekki og þá bæði hversdagslegt hugrekki og í mann- raunum. Flaubert’s Parrot er mjög hugvitssamleg saga, ef svo má að orði komast, um franska rithöfundinn Gustave Flaubert. Þar spinnur Barnes vef úr staðreyndum og ímynd- unum af mikilli list og færir okkur nær Flaubert. Saga heimsins í 10 lh kafla er gerð eftir sömu aðferð og Páfagaukur Flauberts. Bókin er samsett úr 10 köflum, sem alls ekki er ljóst, hvernig tengjast. Svo er einn 25 síðna hluti, sem nefnist Innan sviga; það er hálfi kaflinn í titlinum. í Páfagauk Flau- berts voru allir kaflarnir um Flaubert, hann var þungamiðja verksins. í Sögu heimsins er engin slík augljós þunga- miðja. Það gerir bókina erfiðari til skilnings og það er enginn augljós lykill að henni, en kaflarnir tengjast saman með margvíslegum hætti. En stílsnillin og andríkið er samt við sig. Rétt til að taka dæmi má nefna þessar setningar, sem eru innan sviga í kaflanum Innan sviga: „Og endur- tekur sagan sig, fyrst sem harmleikur. síðan sem skopleikur? Nei það er of stórfenglegt, einum of skipulagt. Sagan bara ropar og við finnum aftur bragðið af hráa lauknum úr samlok- unni, sem hún át fyrir mörgum öldum síðan.“ (bls. 241) í þessum hluta eru fjöldamargar setningar með svipuðu sniði, þar sem vikið er að mikilvægum hlutum eins og samtengingum „og“ og „eða“ í einu kvæði Audens. Bókin byrjar á kafla um örkina hans Nóa. Það kemur smám saman í ljós, að sögumaður í kaflanum er trjámaðkur, sem er laumufarþegi á örkinni. Sagan af örlögum arkarinnar er nokkuð öðruvísi en sú, sem sjá má í Biblíunni. Öll dýrin voru ekki á einni örk heldur var þetta heill floti og Nói og ættmenn hans héldu uppi hörðu skipulagi og kúguðu dýrin, ef því var að skipta. Og Nói var svo drykkfelldur, að horfði til vandræða. Maðkurinn segir frá því að dýrateg- undirnar hafi verið mun fleiri og fjöl- breyttari áður en flóðið kom, til dæmis hafi einhyrningar verið til, og Nói hafi glatað þeim á ferðinni. Næsti hluti segir frá sjónvarpsmanni, sem heldur fyrirlestra um fornleifafræði Miðjarðarhafsins á skemmtiferða- skipi, sem siglir um það haf. Skipið er tekið herskildi af hryðju- verkamönnum og rakin er sagan af samskiptum ferðalanganna og hryðju- verkamannanna. Síðan segir af trúar- styrjöldum, sem fólust aðallega í réttarhöldum kirkjunnar yfir þeim miklu skálkum, trjámöðkunum. Það er ekki ástæða til að rekja efni kaflanna frekar, en þó má nefna að fyrir utan upphafskaflann, fjalla tveir þeirra beinlínis um fjallið Ararat, þar sem örkin lenti, eftir að flóðinu linnti. Hálfi kaflinn, sem er innan sviga, segir af ástinni, eðli hennar og hlut- verki, og síðasti kaflinn er um Para- dís og hve hún er nú á tímum orðin lýðræðisleg. Nú fá allir Paradís eins og þeir kjósa sér hana og engri for- sjárhyggju Almættisins fyrir að fara í þeim efnum. En vandinn við slíka Paradís er sá, að hún er svo leiðinleg, þegar til lengdar lætur. Sögumaður til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.