Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 42

Teningur - 01.05.1990, Blaðsíða 42
40 / BRETASÖGUR mikill sigur fyrir Ishigurio sem skáld og fékk hann hin virtu Booker verð- laun 1989 fyrir þessa bók sína. Það er bæði hægt að segja að bókin sé gam- anleikur og harmleikur. Eftir að hafa vakið mikla athygli í Englandi sem rithöfundur sem fjallar um fjarlæga menningu á enskri tungu og álitinn sem einskonar óopinber sendiherra Japan á Englandi ákvað hann að snúa við blaðinu og fjalla um það enskasta af öllu ensku. Enskan yfirþjón á ensku yfirstéttarheimili. Eða eins og söguhetja Ishiguro yfir- þjónninn Stevens segir á einum stað bókarinnar: „Það er sagt að sannir yfirþjónar séu einungis til á Englandi. Önnur lönd, hverju nafni sem þau kunna að nefnast, eiga aðeins ein- hverskonar ráðsmenn. Ég held að ég geti tekið undir þetta. fbúar megin- landsins eru óhæfir til að gegna stöðu yfirþjóns, því þeir, sem þjóðflokkur, hafa ekki hæfileika til að halda til- finningalega aftur af sér á þann hátt sem einungis Englendingur hefur hæfni til. Ibúar meginlandsins eru eins og maður sem við minnstu ögrun rífur af sér yfirhöfn og skyrtu og hleypur veinandi um. Sem hugtak er orðið „virðing“ slíkum manni fram- andi. í þessu tilliti höfum við Eng- lendingar það fram yfir útlendinga að þegar þú hugsar um sérstaklega hæfan yfirþjón þá verður hann ófrá- víkjanlega Énglendingur." Skáldsagan, Það sem eftir lifir dags, er sögð í fyrstu persónu um leið og hún gerist, og sögumaðurinn sjálfur er yfirþjónninn Stevens. Með því að velja þessa aðferð er Ishiguro alveg háður rödd og persónu Stevens sem hefur margar hættur í för með sér fyrir söguna. Ishiguro þarf að byrja á því að setja sig í spor ensks yfirþjóns á þriðja, fjórða og fimmta áratug tutt- ugustu aldarinnar. Hann þarf að setja sig inn í það sögulega og félagslega samhengi sem þeir lifðu í. Auk þess þarf Ishiguro að setja sig inn í þá ríku hefð sem yfirþjónar eiga í ensku bók- menntum. Stevens er persóna sem er svo gersneydd allri kímnigáfu að það í sjálfu sér verður hlægilegt. Ishiguro verður semsagt háður þessari rödd sem er hlægileg í húmorsleysi sínu en ekki nóg með það Ishiguro verður að vinna samúð lesanda með sögumanni sem er sjálfur tilfinningaleg auðn. Hann er ekki aðeins tjáheftur á eigin tilfinningar heldur er hann auk þess tvöfaldur í roðinu. Mjög snemma í sögu Stevens kemur í ljós að í honum rennur kalt blóð og að upplýsingar hans sem er sögumaður eru fremur óáreiðanlegar. Stevens er óskaplega alvarlegur og skyldurækinn yfirþjónn af gamla skólanum en á sama tíma er eins og hann hafi sótt námskeið í óáreiðanlegum frásagnarhætti póst- modernismans. Þessi frásagnarháttur gerir auð- vitað miklar kröfur til skáldsins en ekki síður til lesandans. Annars vegar þarf lesandinn að fylgja söguþræði sögumanns, í þessu tilviki Stevens og hins vegar þarf lesandinn að fylgjast með því hvernig hendur Ishiguro svipta hulunni smátt og smátt af sögu- hetjunni þar til skyndilega stendur hún berstrípuð frammi fyrir lesand- anum án þess að gera sér sjálf grein fyrir hvenær hún afklæddist. Málfar sögurnnar er mjög sérstakt því það markast af orðfæri sögu- mannsins Stevens sem hefur tamið sér upphafið málfar enskra yfirstétt- arþjóna. Stevens er mikið í mun að standa sig sem yfirþjónn og gott málfar er einn þeirra kosta sem góður þjónn þarf að hafa til að bera. Málfar sögunnar verður því málfar Stevens. En japönsk áhrif Ishiguro eru alltaf að baki frásögninni. Öllu er lýst á fínlegan hátt, lýsingar eru hægar og hófsamar og tilfinningum sögupersóna er lýst á óbeinan hátt, japanskan hátt. Sagan hefst í júlí 1956. Á sex dögum ferðast Stevens ekki aðeins um sveitir Vestur Englands heldur líka í huganum um eigið líf. Hann rifjar upp líf sitt sem þjóns frá því hann kom til Darlington Hall í fyrri heimstyrjöld og allt fram til þess dags sem hann hefur ferðalag sitt. Ferða- Iag hugans nær því yfir um það bil 40 ár. Sögunni er skipt niður eftir dögum ferðalagsins, fyrsti dagur morgunn, annar dagur síðdegi o.s.frv. Bókin verður því eins konar dagbók ferða- manns frá því hann leggur af stað og fram í ferðalok þegar hann situr á bekk við ströndina í lok sjötta dags. Stevens hefur verið yfirþjónn í þjónustu Darlingtons Iávarðs í 35 ár. Þegar gamli maðurinn deyr kaupir auðugur ameríkani, herra Farraday, höllina með öllu tilheyrandi. Nýji húsbóndinn er frjálsmannslegur í fasi, slær á létta strengi og gerir góð- látlegt grín að Stevens. Slík fram- koma skapar óróa í huga þjónsins, sem vill svo gjarna þjóna herra sínum í hvívetna og ekki hvað síst með því að taka þátt í gríni hans. En húmors- leysi Stevens er algjört og setur hann oftar en einu sinni í hjákátlegar aðstæður, sem hann blygðast sín fyrir. Farraday hvetur Stevens til að fara í ferðalag og skoða sig um á Eng- landi. Eftir talsverða íhugun ákveður hann þó að fara í ferðina á bíl sem húsbóndinn er svo góður að lána honum. Ferð Stevens er heitið til fyrrum ráðskonu Darlington hallar, ungfrú Kenton. Stevens hafði fengið bréf frá Kenton og hann þóttist geta lesið á milli lína að hún væri óham- ingjusöm í hjónabandi sínu. Hann ákveður því að freista þess að fá hana aftur til starfa í höllinni, en tuttugu ár eru liðin frá því hún var ráðskona hallarinnar. Stevens og Kenton höfðu eldað grátt silfur saman í upphafi samvista þeirra í Darlington höll tæpum fjörtíu árum áður en sagan hefst. Þegar fram líða stundir fara örvar ástarinnar að fljúga. Kenton lætur ást sína á Stevens í ljós, en Stevens hinn virðulegi yfirþjónn lætur ekki tilfinningar hlaupa með sig í gönur og þykist ekki taka eftir ástar- atlotum ráðskonunnar. Kenton sér að henni er ekki lengur líft undir sama þaki og Stevens sem endurgeldur ekki ástaratlot hennar og varpar henni frá sér. Kenton kynnist öðrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.