Teningur - 01.05.1990, Side 57

Teningur - 01.05.1990, Side 57
MYNDLIST / 55 eftir hreyfingu, og framrás tímans, með misflóknu forma- og litaspili í hreyfingarlausum listaverkum, þá var Duchamp logandi af áhuga á mögu- leikum raunverulegrar hreyfingar í (list)sköpun, eðli tíma (fjórðu vídd- inni) og víxlverkunar skynjunar og skilnings, og tíma og hreyfingar. Og á sama tíma og kenningasmiðir Nú- tímamyndlistar, ekki síst Kandinsky, leituðu með logandi ljósi að „frum- einingum" myndlistar og „frummerk- ingu“ forma og lita sem síðan átti að vera óumdeilanlegir hornsteinar í kenningakerfi um samsetningu (com- position) í myndlist, þá gleymdu þessir hugmyndafræðingar einu sem Duchamp gleymdi ekki: sköpun áhorfandans. í tilbúningum Duc- hamps gerist það í fyrsta skipti, innan vestrænnar myndlistar, að sköpun áhorfandans er einangruð og skil- greind. Það sem hangir á spýtunni í mynd- list Duchamp er, í fáum orðum, sam- band sköpunar og skynjunar við eró- tískan aflvaka sinn. Það hvernig það að horfa, sjá, að gera sýnilegt fer fram, einkum það hvernig áhorfand- inn gerir (verkið) sýnilegt: Vitnið/ áhorfandinn býr í rauninni til atburð- inn með því að vera á staðnum, en atburðurinn „tælir“ jafnframt til sín, og býr í vissum skilningi til, vitnið/ áhorfandann. Þessar hugmyndir mætti orða á eftirfarandi hátt: List- skynjun og -sköpun er erótísk sam- loka, sem er samhverf um afstæðan ás, þar sem hvor helmingur samlok- unnar skiptir um hlutverk á víxl. Marg- slungin og hugvitsamleg tilbrigði við þessa hugsun Duchamps er auðvitað að finna í verkurn hans, en hún er þó sett fram af lang mestri fyllingu og nákvæmni, fyrst í Stóra glerinu og síðar í Gefið. Ef frá eru talin fáein viðtöl sem voru tekin við Duchamp, einkum eftir að ótvírætt mikilvægi hans innan vestrænnar myndlistar var orðið ljóst, sem ekki varð fyrr en í byrjun sjö- unda ártugarins, þá eru þær tvær ræður sem hér birtast eiginlega einu útskýringar hans sjálfs á eigin list- sköpun og hugsun. Ekki er ofsögum sagt að þegar þessi viðtöl og þessar ræður og önnur skrif Duchamps, (einkum endurútgáfa á Grœna kass- anum auk ýmissa orðaleikja, texta og hugrenninga), tóku að birtast á prenti, hafi það verið meðal stórtíð- inda innan vestrænnar menningar; og sú athygli sem þessar útgáfur vöktu á verkum hans, um margt átt þátt í að valda þáttaskilum innan hennar, þáttaskilum sem reyndar sér ekki enn fyrir endan á. Fyrri ræðan, The Creative Act, var fyrst flutt á ráðstefnu The American Federation of the Arts í Flouston, Texas í apríl árið 1957 og prentuð í sumarhefti listtímaritsins Artnews (USA) sama ár. Seinni ræðan, Apropos of „Readymades", var tæki- færisræða eða yfirlýsing flutt á mál- fundi í tilefni samsýningarinnar „The Art of Assemblage“ sem haldin var í The Museum of Modern Art í New York árið 1961 þar sem Duchamp var einn af þátttakendunum. Þessi ræða var fyrst prentuð í Art and Artists (England) í júlí 1966.

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.