Teningur - 01.05.1990, Page 54

Teningur - 01.05.1990, Page 54
52 / MYNDLIST FRANZ GRAF Franz Graf var staddur hérlendis í september 1989 vegna kennslu við Myndlista- og handíðaskóla íslands. Verk hans hafa verið til sýnis hér nokkrum sinnum á Iiðnum árum, m.a. setti hann upp sýningu á aust- urrískri nútímalist í Nýlistasafninu 1986 í tengslum við Listahátíð. Text- inn sem hér birtist er hluti greinar eftir listfræðinginn Donald Kuspit um list Franz Graf sem fylgdi sýningar- skrá einkasýningar hans í Galerie Náchst St. Stephan í Vín 1988. Myndirnar eru birtar með Ieyfi sama gallerís. I.A. „Gagnsætt eðli teikningarinnar ítrekar dularfull helg áhrif. Þetta á einnig við um hið opna kerfi sam- stilltra eininga. Geometría innan geometríu, geometría hins opna rýmis og geometría hins innri kjarna - þetta er munurinn á opnum skúlptúr og hnitmiðaðri teikningu. Sýningar Franz Graf framkalla til- finningu um einveru, eru nokkurs konar rými íhugunar. Franz Graf hefur skapað innan hefðar óhlut- bundinnar listar nýja fléttu rýmis/ geometríu. Verk hans eru nokkurs konar geometrísk athöfn, skúlptúr- ískir gerningar og sýna fram á hversu sérstakt ástand geometrísk form geta skapað. Þegar niðurhlutun hins teikn- aða hrings á sér stað er líkt og þeir ósýnilegu hlutar sem vantar minni okkur á að hringur er innri hugmynd fremur en nærtækur hlutur; vegg- verkin upphefja konstrúktífískar lág- myndir til nýrra andlegra vídda, en hafa ekki einungis efnislegan tilgang; dáleiðandi eðli hins skreytikennda - sem það ávallt er ef vel notað - tælir okkur í algleymisástand; og hreint form sem tákn kjarna tilveru okkar, að því er virðist klofinn en ávallt algjörlega óskertur, draugur heil- steyptrar tilveru, sköpuð heild aðskilin okkar hversdagslegu tilveru, óvænt annars heims tilvist, innan veruleika okkar - allt þetta á sér stað í list Franz Graf. Hún er arfur nærri aldarlangrar listhugsunar um hrein form. List Franz Graf tekst hið erfið- asta í óhlutbundinni list, að láta hrein form virðast dularfulla opinberun, yfirskilvitleg en samt nærtæk, sann- leik að handan sem býr innra með okkur, hlut innsæis fremur en sjónar. Þýðing: Ingólfur Amarsson

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.