Birtingur - 01.01.1955, Qupperneq 16
við hinar rólegu útlínur þess. Einnig er boginn á gluggunum eðlileg afleiðig
byggingaraðferðarinnar, þannig bera steinarir léttilegast þunga veggsins.
Það er hlaðið úr íslenzku grágrýti ofan úr Skólavörðuholti. En það er ekki
nóg að hús sé sprottið af innri nauðsyn hvers menningarskeiðs og í sam-
ræmi við þau efni og þær tækniaðferðir er hæfa bezt í það skiptið, þar
verður einnig að koma fram skynbragð á snið, stærðir og rúm, hæfileikar
sem góður arkitekt er gæddur í ríkum mæli.
Og hér er það sem mig brestur orð til að lýsa þeim áhrifum sem ég verð
fyrir þegar ég virði fyrir mér þetta dásamlega hús, þessa frábæru til-
finningu fyrir því að láta hús sitja vel á jörðinni, að meta hæð og lengd
forhliðar og skipa gluggaröðunum hæfilega langt frá hverri annarri, að
setja þakið á eins og virðulegan hatt við andlit hússins, forhliðina, og
sjáið hversu reykháfurinn er gerður af mikilli natni og fínleik og hversu
vel einnig hann fer við þakið. Hér erum við nefnilega komin að innsta
kjarna lista, og þá brestur orðin flug og gildi, en því meir reynir á þroskaða
formtilfinningu, sem einmitt fær hvað fullkomnasta svörun í fagurmótuðu
húsi sem þessu.
Svo segja menn: Tugthúsið? og yppa öxlum og rífa það ef til vill á
morgun. En á sunnudaginn eru þeir vísir til að prédika hræsnisfullu and-
liti eða skrifa alvöruþrungna leiðara í blöðin: Berið virðingu fyrir for-
tíðinni, bræður góðir og varið ykkur á þessum ungu nýjungagjörnu fífl-
um, atomskáldum, abstraktmálurum, funkishúúsagerðarmönnum.
Það má með miklum rétti kalla húsagerðarlist móður allra mótunar-
lista. Það er svo margt sem styður slíka fullyrðingu, einkum þetta tvennt:
1 fyrsta lagi hafa myndlist og listiðnaður nær aldrei birzt öðru vísi en sem
liður í húsi, í öðru lagi felur húsið sjálft í sér höfuðeiginleika annarra
listgreina. Húsagerðarlist er til dæmis málaralist að því leyti sem hún fæst
við að raða á flöt og gefa honum líf með formi og litum, þar sem er sér-
hver hlið hússins. Hún getur verið myndhöggvaralist að því leyti sem
húsið er rúmform og hefur megin eiginleika höggverksins. Það er hægt
að sjá það frá ýmsum sjónarhornum, ganga í kringum það.
En húsagerðarlist er meira, einkenni hennar eru ekki eingöngu fólgin
í því að vera summa þessara tveggja listgreina. Ég skildi eiginlega ekki
fyllilega eðli húss sem rúmforms fyrr en ég stóð fyrir nokkrum árum á
bökkum Arno og leit rústirnar kringum Ponte Veccio. Þá skildi ég, að hús
er framar öllu poröst eða gegnumsmogið, afmarkað tóm, býkúpa, vikur-
moli, þúsund smjúgandi leiðir fyrir menn. Málverk er líf í tvívíðum fleti
og höggmyndalist líf í þrívíðu rúmi, en hér höfum við eins og allt í einu upp-
götvað hina dulráðu fjórðu stærð: þetta að hafa líf innra með sér: Hús.
Framhald.
Eðli
húsformsins
12