Birtingur - 01.01.1955, Side 22

Birtingur - 01.01.1955, Side 22
En dvergurinn hefur aldrei brotið heilann um slíka hluti. Hins vegar hefur hann einu sinni verið með henni í bíl ásamt fleiri mönn- um og lýst upp undir hana með vasaljósi. Hún var full þá, og þetta var um nótt. Snáðinn þarf dálitla stund til að melta þessar upplýsingar og staðsetja þær dular- fullu ábendingar sem þar kynnu að vera fólgnar. Á meðan hlær dvergurinn svo aug- un í honum sökkva, og söðulnefið nasflennta fer enn einu sinni á flot í forljótu andlitinu. Snáðinn sem athugar hann gaumgæfilega sér að þetta andlit er með gulum skellum, og um leið og dvergurinn hættir hlátriniun, hef- ur hann nýja spurningu á takteinum: Hvort dvergnum hafi nokkurn tíma þótt nafn á einum kvenmanni fallegra en öll önn- ur nöfn? Þessi spurning kemur dvergnum fyrst 1 einhvern bobba, og það er eins og hann skilji ekki strax, hvað snáðinn á við. Eitt andartak lítur hann til hans í spurn og rekur svo upp nýtt hláturvein. En þegar dvergurinn hættir til að ná and- anum og opnar augun, horfir snáðinn beint framan í hann, og af því snáðinn hlær ekki, hættir dvergurinn líka að hlæja og fer í stað- inn að klóra sér. — Hefurðu verið trúlofaður? spyr snáð- inn. Nú verður dvergurinn allt í einu blátt áfram ruglaður, en jafnframt mjög mælskur, og það undarlega er, að snáðinn tekur ósjálfrátt miklu meir eftir handahreyfingum hans en því sem hann segir. Honum finnst eins og dvergurinn sé að reyna að berja eitthvað sem hann ráði ekki við Og af öllu sem dvergurinn hefur sagt, man snáðinn aðeins það síðasta, því þá er eins og dvergurinn þurfi að safna kröftum og geti ekki sagt það öðru vísi en að spenna út kviðinn, þar sem blóðið í peysunni er orðið að svörtum dinglandi kúlum á ullar- hárunum. Og þess vegna verður snáðanum ósjálfrátt litið niðrum hann, þegar hann styn- ur: — Hún var svo lítil! Það var af því, að hún var svo lítil. En snáðanum finnst dvergurinn nú ekki eins merkilegur og áður, og kannski finnur dvergurinn það sjálfur, því allt í einu seilist hann í pokann, nær í dauða rottu sem hann heldur uppi á halanum, grípur hana morð- taki rétt aftan við hnakkann með undarlega bognum, naglalausum og ljótum fingrum og segir um leið og hálsliðurinn brotnar með daufu, holu hljóði: — Knall’ ana! Það eru engin drýgindi í rödd hans, heldur ekki hræðsla eða eftirvænting, aðeins kolsvart umkomuleysi. Og þá allt í einu kemur það yf- ir snáðann óvænt — þetta sem alltaf kemur alveg á óvænt, án nokkurrar skýranlegrar á- stæðu — að kenna svo óendanlega mikið í brjósti um fólk, en það kemur aldrei yfir hann, nema þegar fólk athugar ekki að kenna í brjósti um sig sjálft. 18

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.