Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 26

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 26
að útvega með ærnum erfiðismunum nýtt hús- næði undir bókabúðina þar sem hún er nú en Kristinn Andrésson tjaldar ekki til einn- ar nætur fremur en fyrri daginn og hefur fest kaup á húsi undir veglega framtíðarbæki- stöð sem verði glæsilegt menningarsetur. En það krefst mikils fjár og margt er hægt að gera vitlausara við peningana en kaupa hlutabréf í þessu fyrirtæki og hjálpa við greiðslu stórra afborgana sem dynja alman- aksbundið yfir. II íaut cultiver on jardin Um daginn þegar ég var að ryðja burt rusli úr skrifpúlti mínu rakst ég á geysilega merki- lega grein um myndlist í Vísi frá 26. maí þ. á. og af því að það er ekki daglegt brauð að Vísir tali um myndlist fór ég að athuga málið betur. Höfundur heitir Ragnar Ásgeirsson og ber að titla sem ræktunarráðunaut og hver skyldi þá kunna betur að greina sundur grösin ? Mér er sagt að þessi maður hafi löngum verið hinn fúsasti að taka að sér að fræða okkur um myndlist og leiðbeina og ber vit- anlega að þakka slíka sjálfsafneitun. Greinin ber það líka með sér að þar fari maður sem vakir meðan aðrir sofa við að hugsa með hverjum hætti helzt megi auka snyrti- mennsku og andlegan þrifnað okkar. Og til þess er víst greinin að sortéra fyrir okkur illgresi frá holljurtum og svo trúr er maður- inn köllun sinni að skylt er að vekja athygli á því og lofa. Hann kvartar að vonum undan því að kunnáttulitir menn setji sig á háan hest og er það ósköp eðlilegt að það fari í taugarnar á manni sem kryfur málin til mergjar og rýnir í kjölinn og vill hafa Pegasus beizlaðan. Ekki er ónýtt það sem við fáum að vita að upp sé komið ískyggilegt fyrirbrigði sem heitir ,,nútímalist“ og gengur út á að mála myndir ,,af engu — abstrakt —“ til þess að þurfa ekki að læra „einföldustu teikningu"; sem sagt að mála abstrakt það er allt svindill og hrekkur eflaust einn og einn við að fá það nú svart á hvítu að mikið af því sem ýmsir hafa haldið í betra lagi í málaralist síðustu 40 ára eða síðan kúbisminn kom fram sé bara plat og að til séu menn sem eru svo forhertir að víla ekki fyrir sér að svelta til þess eins að fá að spila með heiðarlegt fólk. Ég sé nú ljóslega hverja kórvillu ég hef fallið í sjálfur að verða við þeirri ósk sýnenda á Haustsýningunni sem R. Á. flettir ofan af að lesa þar upp skáldskap eftir mig með nokkrum öðrum ungum rithöfundum því upplýst er í grein R. Á. að það hafi verið ótilhlýðilegur „bægslagangur". En ég var haldinn þeirri blekkingu að skyldleiki væri með hinum ýmsu listgreinum og rithöf- undar gætu haft samstöðu með myndlistar- mönnum en sé nú um seinan að svo er ekki. Og mun vera réttnefnt að titla pródúkt okkar sem þar voru flutt heitinu „bægslagangur“. Iðrunarfullur má ég vera þegar við bætist að ég lét tælast til að lesa upp á öðru kvöldi á þessari sömu sýningu grein eftir Jón Stef- ánsson listmálara um myndlist við það sama tækifæri sem Símon Jóh. Ágústsson próf- essor flutti erindi um fegurðarnautn, doktor Gunnlaugur Þórðarson spjallaði um sjónar- mið leikmanna og Hörður Ágústsson listmál- ari gerðist svo snauður að háttvísi að tala um viðhorf ungra myndlistarmanna og nýja strauma í heimslistum en nú sé ég að það er algjörlega réttnefnt „bægslagangur" og skil raunar ekkert í því hve margir hafa látið blekkjast af svofelldum sjónhverfingum og loddarabrögðum öðrum því mér sýndist vera húsfyllir bæði kvöldin. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.