Birtingur - 01.01.1955, Page 29
EINAR BRAGI:
/
I listum
liggur engin leið til baka
Frá því á landnámsöld og fram á síðustu
áratugi voru bókmenntir þvínær eina list-
greinin sem iðkuð var með árangri hér á landi,
og enn eru þær höfuðgrein íslenzkra lista.
Allt frá því er ritun fornsagna lauk og fram
yfir síðustu aldamát var kvæðagerð sú grein
bókmennta er langsamlega mest rækt var
lögð við hérlendis, svo að segja má með litl-
um ýkjum, að allar fagurbókmenntir okkar
frá þessum öldum séu í bundnu máli. Auk
þess eigum við frá öllum tímum kynstur
bundins máls sem ekki verður talið til fag-
urbókmennta, og mikill hluti þess verður
trauðla talinn til bókmennta í venjulegum
skilningi.
Ég ætla ekki að ræða að ráði orsakir þess,
að menn lögðu svo mikla stund á kvæðagerð,
aðeins drepa lauslega á eina hinna augljós-
ustu. — „Kvæðin hafa þann kost með sér,
þau kennast betur og lærast ger, en málið
laust úr minni fer . . .“ kvað Einar eydala-
skáld. Minnið var sú dugnaðargáfa sem reis
að verulegu leyti undir hlut prentsmiðjuvéla,
prentara, bókbandsvéla, bókbindara, útgef-
enda bóka, blaða og tímarita, ritstjóra, blaða-
manna, bóksala, bókavarða, starfsfólks í
bókabúðum, útvarpsþula, fyrirlesara, götu-
prédikara og fjölmargra fleiri í íslenzku nú-
tímaþjóðfélagi. Meðan skáldverk voru aðeins
til á dýrum handritum, en vinnuafl kostaði
lítið, hefði verið lítil hagsýni í því að kaupa
handrit til skemmtilestrar í stað þess að ráða
til sín kvæðamenn sem komið gátu í stað
margra handrita, en aflað heyja og hirt gripi
að auki. Eins og gleggst kemur fram í vísu
séra Einars í Eydölum hafa skáldin séð hina
hagnýtu yfirburði kvæðanna, og ekkert var
eðlilegra en þau notfærðu sér þá. Þegar sögu-
efni gerðist áleitið við skáldið, tók það sér
ekki fyrir hendur að rita skáldsögu eða þátt,
heldur orti sögukvæði (epískt) eða rímu.
Bærist því dramatískt efni í fang, hvarflaði
ekki að því að semja leikrit, sem hvergi var
hægt að sýna og fáir hefðu nennt að lesa
eða læra, heldur vann skáldið úr efninu
kvæði, stundum ætlað til söngs í dansi. Og
fleira en skáldskaparþörf varð mönnum hvöt
til kvæðagerðar. Þá sem nú hefur menn —
þótt ekki væru þeir skáld — langað til að
halda ræður, segja ferðasögur, lýsa hinu og
þessu, prédika, fræða, minnast látinna vina,
hylla frændur sína og kunningja á tyllidögum
o. s. frv., og þar af spruttu aldarhættir,
heimsádeilur, lýsingakvæði, eggjanir alls kon-
ar, siðapréd., sálmar, trúaráróður, búnaðar-
pistlar, stjarnfræði, afmæliskveðjur, eftirmæli
og margskonar annað bundið mál sem greini-
lega hefur sjaldan verið samið í þeim tilgangi
að skapa ljóðlist, heldur sett saman til þess
að koma erindi á framfæri í þannig búningi
að það festist mönnum í minni. Og lof sé
þessum kvæðasmiðum öllum. Þeim eigum við
að þakka margvíslegan fróðleik um sögu
okkar og menningu, og vafalaust hafa kvæði
þeirra gert mikið gagn, þótt ljóðlistin yrði
ekki alltaf að auðugri. En vegna þess sem á
eftir fer vildi ég aðeins benda á hið f jölþætta
hlutverk bundins máls á umliðnum öldum í
þjóðfélagi gjörólíku því sem við búum í.
Menn greinir vart á um, að til sé eitthvert
(ef til vill óskilgreinanlegt) frumeinkenni
ljóðs: póetískt líf sem skilur ljóð frá öðrum
greinum orðsins. Án viðurkenningar á því
væri allt tal um ljóðlist út í hött. En þar af
leiðir: að bundið mál sem ekki er gætt póet-
25