Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 30

Birtingur - 01.01.1955, Blaðsíða 30
ísku lífi er ekki ljóðlist, hversu dýrt sem kveðið er. Munurinn á ljóði og öðrum grein- um orðsins liggur sem sagt ekki í versgerðinni. Samt -hættir mörgum hér á landi við að telja allt bundið mál til ljóðlistar, vegna þess að íslenzk ljóð hafa löngum verið og eru enn meira og minna bundin. Hugsanaskekkjan er augljós: vegna þess að birkið er lauftré, eru öll lauftré birki. I skemmstu máli: menn hafa á umliðnum öldum hengt á meið ís- lenzkrar ljóðlistar hvers konar bundið mál (sögur, ræður, ritgerðir o.s.frv.), vegna þess að við þáverandi þjóðfélagsaðstæður var ill- mögulegt að koma því fyrir almannasjónir með öðrum hætti. Og þegar þessi plögg voru búin að hanga þar til sýnis í nokkrar aldir — líkt og auglýsingar á ljósastaur í sjávar- þorpi — var allur þorri lesenda farinn að telja þau lifandi hluta ljóðmeiðsins sjálfs — eða að minnsta kosti honum tilheyrandi — þótt því væri alls ekki til að dreifa. • Ef við skyggnumst þó ekki sé nema aftur til síðustu aldamóta og lítum á þróun ís- lenzkra bókmennta, annars ritaðs máls sem og hins talaða orðs, verðum við margs vísari: Skáldsagnagerð — sem legið hafði að mestu niðri um aldir — er risin úr öskustónni og orðin önnur höfuðgrein bókmenntanna við hlið ljóðlistarinnar. Þættir eru orðnir sjálf- stæð grein nútímabókmennta okkar, eins og þeir voru til forna. Leikritun er hafin og á tvímælalaust eftir að aukast stór- lega. Með auknum fjöldá tímarita hefur rit- gerðin fengið hlutverki að gegna og er orðin sérstök bókmenntagrein. Dagblöðin hafa komið til sögunnar og náð gífurlegri út- breiðslu, en við það hefur blaðagreinin orðið snar þáttur ritaðs máls — og mætti jafnvel telja greinar hinna snjöllustu blaðamanna, svo sem Jónasar Árnasonar, til bókmennta. Byggðin hefur færzt saman og bylting orðið í samgöngum, svo að auðvelt er nú að efna til fjölmennra mannfunda, og gegnum ríkis- útvarpið er hægt að tala við hvert manns- barn í landinu. Bókaútgáfa hefur margfald- azt, bókabúðir sprottið upp á hverju götu- horni, bókasöfn eru nú til í flestum byggðum og á fjölda heimila. Eins og nærri má geta hefur þessi þróun haft mikil áhrif á íslenzkan kveðskap. For- sendur margs konar kveðskapar sem tíðkað- ist hér fyrr á tímum eru ekki lengur til. Menn þurfa ekki að fella ritgerðir um búvísindi eða stjarnfræði, ræður um heimsástandið eða innanlandsmálin, greinar um fimmtuga eða framliðna kunningja sína í stuðla og rím til að koma þeim út til fólksins nú á dögum. Flestir hafa líka hætt því, vegna þess að þeir ná betri árangri eftir öðrum leiðum sem eru þeim þar að auki tiltækari en kvæðagerð. Skáldsagnahöfundar og leikritaskáld þurfa ekki að kvíða því, að verk þeirra eigi torveld- ara með að komast fyrir almenningssjónir í óbundnu máli en bundnu, heldur er því öfugt farið. Þess vegna skrifa nútímahöfundar skáldsögu, leikrit eða þátt um þau efni, sem fyrirrennarar þeirra hefðu notað í rímu, epískt kvæði eða dans. Enn er þess að gæta, að hinar ungu listgreinir — leiklist, myndlist, tónlist — hafa á síðustu áratugum seitt til sín miklar listgáfur, sem fyrr á öldum hefðu efalaust leitað tjáningarþörf sinni fullnæg- ingar í kveðskap. Af þessu ætti að vera ljóst: að aðrar greinir orðsins — sem og aðrar list- greinir -— hafa tekið við mörgum hlutverkum, sem kveðskapurinn gegndi mikið til einn áður fyrr. Eftir er handa ljóðskáldunum hið eina sem ljóðskáld varðar — og er ekki lítið: ljóð- listin sjálf. Margoft hefur verið yfir því kvartað, að þessi þróun hafi leitt til efnisrýrðar ljóðanna — að ungu skáldin séu á leið inn í ,,tómrúm“ o. s. frv. Ég tel þessar fullyrðingar f jarstæðu eina sprottna af röngum samanburði. Islenzk 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.