Birtingur - 01.01.1955, Qupperneq 34
nú á dögum í Rússlandi* og Ítalíu. Það sem vakið
hefur ótrú á evrópsku lýðræði er ekki grundvallar-
kenning sjálfs lýðræðisins, sem sumir álíta villu
eða ráðleysu, heldur óstöðugleiki hinnar stjórn-
fræðilegu forystu vorrar og auk þess óveruleika-
blærinn á umbótunum. Ég hygg að þér í Banda-
ríkjunum hafið hitt á hina réttu hugmynd. Þér
kjósið forseta til hæfilega langs tíma og veitið
honum nægilegt vald til þess að hann gæti rétti-
lega leyst af höndum sín ábyrgðarstörf. Hinsvegar
geðjast mér mjög vel hin meiri umhyggja sem
þýzka landsstjórnin og þýzka ríkið ber fyrir ein-
staklingnum þegar hann er vanheill eða atvinnu-
laus. Því það sem hefur mest gildi í ys og þys
lífsins er ekki þjóðin, heldur hið skapandi næma
einstaklingseðli, persónuleikinn, sá sem framleiðir
hið göfuga og háleita, meðan almenningurinn dvel-
ur í hugsanamóki og tilfinningasljóleika.
Við það tækifæri kemur í hug eitt hið alversta
afsprengi hópsálarinnar (herd mind), hin svívirði-
lega hervörn. Sá maður sem hefur nautn af her-
göngu með hljóðfæraslætti er neðar en svo að ég
geti fyrirlitið hann. Af einhverjum mistökum hef-
ur hann öðlazt sinn stóra heila — mænan væri
yfrið nóg. Þennan hernaðarhetjuskap, þetta til-
finningalausa ofbeldi, þetta bannsetta orðagjálfur
um föðurlandsást — en hvað ég fyrirlít það af
heilum hug. Styrjöld er siðlaus og andstyggileg,
og heldur hefði ég látið tæta mig sundur ögn
fyrir ögn en gerast þátttakandi í slíku ódæði.
Slíka smán á að afmá sem allra fyrst af mann-
eðlinu. Og svo mikla trú hef ég á mannlegu eðli
að ég held að þennan ósóma hefði mátt vera búið
* Þessa ásökun gegn stjórnarfari Ráðstjórnarríkjanna
hefur Einstein margsinnis tekið aftur, síðan grein þessi
var rituð, m. a. í greininni: Hvers vegna er óg sósialisti?
sem þýdd hefur verið á islcnzku.
að þurrka burt af því ef heilbrigð skynsemi þjóð-
anna hefði ekki verið afvegaleidd eftir nótum með
skólum og skrifum í fjárhagslegum og stjórnmála-
legum tilgangi.
Hin fegursta reynsla sem vér fáum hlotið er í
djúpum hins dularfulla, það er uppspretta sannra
lista og vísinda. Sá sem ekki þekkir hræringar
sálarinnar sem þessi reynsla framkallar og sá sem
ekki lengur fær numið staðar til að undrast,
verða frá sér numinn og fyllast lotningu, hann er
lifandi dauðitr, augu hans eru lokuð. Þessi inn-
sýn í leyndardóma lífsins hefur þó hún sé ótta-
blandin, vakið trúna til tilveru sinnar. Að vita
að það sem er órannsakanlegt er í raun og veru
til, og opinberar sig í hinni æðstu speki og sönn-
ustu fegurð sem hinir sljóu hæfileikar okkar fá
aðeins gripið í ófullkominni mynd — að vita þetta,
að eiga þessa þekkingu, þessa tilfinningu, er brenni-
punktur hinnar sönnu guðrækni. í þessum skiln-
ingi, aðeins í þessum skilningi tilheyri ég floklci
hinna einlæglega trúræknu manna. Ég get ekki
hugsað mér þann guð sem lamar og hegnir oss
verum sköpunar sinnar þar eð tilgangur hennar
lagar sig eftir vorum tilgangi. — Þann guð, sem
í stuttu máli sagt er aðeins hugsmíð mannlegs
ófullkomleika.
Ég get heldur ekki trúað því að einstaklingur-
inn lifi áfram þegar líkaminn er dauður þótt ó-
styrkar sálir ali með sér slíkar hugsanir af ótta
eða athlægisverðri eigingirni. Mér nægir sú hugsun
að leyndardómur vitundarlífsins endurtekur sig í
gegnum alla eilífðina, mér nægir að íhuga hina
undursamlegu byggingu alheimsins sem vér skynj-
um svo óljóst og reyna í allri auðmýkt að skilja
þó ekki væri nema óendanlega lítið brot þeirrar
vizku sem opinberast í náttúrunni.
Þ. J. þýddi.
Hkr. 21. jan. 1931.
30