Birtingur - 01.01.1955, Page 41

Birtingur - 01.01.1955, Page 41
S T E I N A R SIGURJÓNSSON: þá gerðist það kannski varstu dulinn um samfylgd mína. var það þér meðvitað er þú fórnaðir höndum við vegarkantinn. vissirðu er ég pískaði þig til að standa á fótum þínum? en hví leistu undan þegar allt valt á þreki til að standast gustinn af ferðum óaldarflokkanna. þú skreiðst undir nóttina og tókst boðum hinnar ringluðu stundar. það var allt og sumt. síðar, þegar hinn dimmi dreki sveif yfir mörkina: þú skalfst um nætur, er læddust sem þjófar yfir bræður stundarinnar. þú heyrðir bjöllur dimmgjalla undir slætti dingla yfir auðar borgir. nei, því skyldi ég áfella. þér varð kannski aldrei litið yfir völlinn þar sem fætur skepnanna bar við himin. hersingarnar voru nýkomnar upp á hæðina er þú opnaðir augun. manstu hve skelfdur þú varst, fyrst við þögn þína, síðan við orð þín. þá gerðist það. Og undirokarar þjóðanna gjörðu eínsog djöfullinn bauð, og djöfullinn endti allt sem hann hafði lofað undirokurum þjóðanna. Þá sáu menn syni fólksins hef ja sínar hend- ur á móti því; þeír myrtu bræður sína og hnepptu feður sína í fjötur, og gleýmdu öllu -— og kjöltu móðurinnar sem hafði alið þá. Þegar við þá var sagt: í guðs nafni, hugsið um það ránglæti og grimd, sem yður er boðið að fremja, — þá svöruðu þeír: vér hugsum ekki, vér hlýðum. Og þegar við þá var sagt: elskið þér þá ekki framar feður yðar og mæður og systur yðar og bræður? — svöruðu þeír: vér elskum ekki, vér hlýðum. Og þegar menn sýndu þeím altari guðs, þess er skóp mennina, og Krists, sem endur- leýsti þá, svöruðu þeir: þetta eru guðir vorr- ar þjóðar; enn vorir guðir eru guðir drottna hennar: heiðurinn og trúmennskan. Og sannlega segi ég yður: síðan sú fyrsta kvinna var svikin af höggorminum, var eíngin freístni so mikil og óttaleg sem þessi: Enn hún nálgast sinn enda. Þegar hinn vondi andi blindar sálir réttlátra, er það ekki nema um stund. Ennþá nokkra stund! og þeir sem börðust fyrir undirokarana, munu berjast fyrir hina undirokuðu, og þeir sem börðust til að halda í fjötrum föður sínum og móður, systrum og bræðrum, munu berjast til að frelsa þau. Og djöfullinn mun flýa í fylsni undirdjúp- anna með undirokurum þjóðanna. (Fjölnir — 1. ár) 37

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.