Birtingur - 01.01.1955, Page 43
HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON :
Um listsýningar 1954
Ég hefi hugsaS mér að ræða um listsýningar í
Reykjavík 1954 en stikla aðeins á stóru, nefna aðal-
atriði en sleppa aukaatriðum.
Sýningin á verkum Jóns Stefánssonar í Listvina-
salnum jók varla hróður hans að nokkru ráði. Hann
er sannarlega einn af máttarviðum íslenzkrar mynd-
listar. En formfágun og formstyrkur eldri mynd-
anna eru mér meira að skapi en þetta litahaf, sem
umkringir hann nú. Stærstu verkin sýna mikla
leikni í meðferð litarefnisins.
Margir segja að Jóhannesi Jóhannessyni sé að
fara fram. Hann hafi sýnt það á síðastliðnu vori.
Ég er á annari skoðun. Jóhannes málaði betri
myndir í fígúrukenndum stíl. Það var eins og hann
ætti heima innan um verur og gamalkunna hluti.
Ef til vill skortir hann hið sama og fyrr: Nægi-
legar yfirsetur og rannsókn á möguleikum hvers
verks. Hann er varla farinn að trúa á heiminn,
sem hann er að stíga inn í.
Það gerir Benedikt Gunnarsson áreiðanlega.
Hann nýtur þess að sjá hrein form fæðast og dafna,
enda leika þau í höndum hans eins og allra, sem
eru duglegir og bráðþroska. Benedikt er gáfaður
málari og myndir hans lofa miklu. En dýpt og slátt
Gunnlaugur Ó. Scheving: Menn á báci
39