Birtingur - 01.01.1955, Síða 45

Birtingur - 01.01.1955, Síða 45
að baki skortir sumar þeirra tiltakanlega enn. Og þessa athugasemd vildi ég gera: Það er skemmti- legt að leggja undir sig víðar lendur á augabragði en varla hyggilegt, ef landneminn vill ganga vel frá hverri spildu. Sýningar Jóhannesar Geirs og Örlygs Sigurðs- sonar voru bragðdaufari en þær, sem nefndar hafa verið. Mér er óskiljanlegt hvers vegna Örlygur leggur ekki meiri rækt við teikninguna. Hún virð- ist þó hggja nær eðli hans en málverkið. Hjá Jó- hannesi grillir í listræn verðmæti bak við haug af smámunum. Norðmennirnir voru bundnir við hefð að vanda. Per Krogh er þeirra traustastur sem olíumálari en í grafík ber Sigurd Winge af löndum sínum eins og gull af eiri. Hárfín tækni hans og listræn vinnu- brögð hljóta að hrífa alla. Ástæða er einnig til að nefna Gudrun Kongelf og Harald Dal, málara, sem ég hafði lítil kynni af fyrr en á þessari sýningu en skera sig úr vegna sannrar afstöðu, látleysis og þekkingar. Höggmyndirnar voru jafnari að gæðum en málverkin. I'rá sýningu Jóhannesar Jóhannessonar

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.