Birtingur - 01.07.1955, Side 6

Birtingur - 01.07.1955, Side 6
er grefa hans og okkar allra mikil orðin: myrkrið yfir Islandi er komið á undanhald, og þjóðirnar fá nú að sjá landið í því Ijósi sem okkur er kcerast, Ijósi bókmenntanna sem þjóðin hefur 'haldið lif- andi og haldið hefur lífinu í þjóðinni frá öndverðu. Eyjan hvíta á sér enn vor. Einar Bragi. / / Ospilltum Islendingum var fimmtudagurinn 27. október mikill og sannur gleðidagur. Menn þrifu í handarskörnin hver á öðrum og öskruðu: Til hamingju með Nóbelsverðlaunin, til hamingju með hann Kiljan — mikið var þetta annars stórkost- legt og verðskuldað sögðu menn hver í kapp við annan. Það var engu líkara en að jólin væru kom- in — hátíð barnanna og Ijósanna. A þessu hefur þegar gengið í fulla heila viku og ekkert teikn enn um að lát verði á. Menn gleymdu að vinna en skáluðu þess í stað og voru komnir á fyllirí áður en þeir vissu af. Einn var þó sá, er aðeins var það, sem Danir kalla „mellemfornöjet" eða meðal- kátur. Maður þessi er framámaður Morgunblaðs- ins og ekki meira um hann nema hjá konum hefur brotnað gull hans hið góða, gull gulla, sjálf komm- únistagrýlan fallega. A morgun er Nóbelsverðlaunaskáld vort vcent- anlegt til Reykjavíkur með Gullfossi. Morgun- blaðið hefur þegar eða 30. október lýst því, að alla þjóðina ásamt með ríkissjórn hafi ekki brost- ið „frjálslyndi og drengskap til þess að sameinast i einlcegum fögnuði yfir afreki hans og viðurkenn- ingu þess úti í hinum stóra heimi". Og blaðið held- ur áfram: „Einn dag hófu Islendingar sig upp yfir hinn smásmugulega persónukrit . . Það er illa stödd ríkisstjórn, sem verður að sýna drengskap einn dag. Vonum þó að allt fari vel. Hitt er án efa erilsamt víti vinnusömum rithöf- undi að verða opinber verðlaunahöfundur. Bók- menntaverðlaun Nóbels er ceðsta viðurkenning, sem rithöfundi getur hlotnazt, sigurlaun sem eng- in eru viðlíka á byggðu bóli, slík, að upp frá því er höfundur þeirra eiginlega dcemdur til minni sigra eða ósigra einna saman, það sem eftir er. Ein- hver vitur maður hefur þó sagt, að listinni mcetti líkja við endalausan veg, er hyrfi inn í myrkviði frumskógar. Engum manni skal öruggar treyst til að tapa ekki áttanna á þeim vegi hvað sem á dynur heldur en Halldóri Kiljan Laxness. Og viljaþreki hans og manndómi er vart svo áfátt allt í einu, að hann ekki kjósi það fremur en sceti í sjálfsskugga. Það mun mikið gott hljótast af þessu afreki fyrir listir í landinu og á margan og margvíslegan hátt annan fyrir alla þjóðina. Þakk Halldór. Svavar Guðnason, listmálari. Halldór Kiljan Laxness er það íslenzkt skáld í dag sem erlendum þjóðum hefur þótt hvað mestur fengur í að kynnast. Með honum hefur íslenzk ritlist á ný orðið auðug og veitandi, og þjóðin hefur vaxið af hverjum sigri hans. Þetta á ekki hvað sízt við nú, er hann hefur hlotið þá mestu alþjóðlegu viðurkenningu sem veitzt getur nokkru skáldi. Nóbelsverðlaunin eru t ár veitt höfundi sem enn er í fullu fjöri, höfundi, sem við hljótum enn að vcenta mikils af. Stórvirkur og góðvirkur hefur hann reynzt í þeim garði sem íslenzka bóktréð vex, og það er ósk okkar allra, að honum auðnist að starfa þar sem lengst. Geir Kristjánsson. Þegar íslendingur vinnur til þess heiðurs, er til heimsfrcegðar má telja, sameinast öll þjóðin um að fagna því, gamlar erjur falla niður og hver maður óskar öðrum til hamingju, því þessi frcegð hefir ekki einungis fallið þessum einstaklingi í skaut, heldur slcer bjarma hennar á alla þjóðina. En landinn er jafnan samur við sig — og ekki vildi Loki gráta Baldur úr helju. Einn var sá, setn ekki kunni sig betur en það, að hann fór á stúfana með gamlar ýfingar einmitt á þessari stundu, og einmitt sá maður, er helzt hefir viljað kenna lönd- um sínum mannasiði. Og ekki nóg með það, heldur hafði hann í hótunum að halda þessari þokkalegu 4

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.