Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 46
Fjöldafram-
leiðsla
Fossvogskapellu (rómanskur stíll), Landakotskirkju (gotneskur) og
Landsbankann (renesans). Hús í barokkstíl eigum við ekki, en eftir fyrra
stríð var mikið flutt inn af gömlum dönskum barokkhúsgögnum.
Öll þessi draugsmennska hafði þó einn kost: Menn f óru að gef a gaum
ýmsu í fortíðinni sem þeir höfðu ekki veitt athygli áður eða litið niður
á af furðulegum hroka; t. d. hafði verið litið niður á gotneska tímabilið
sem hálfgert barbarí, að maður tali ekki um list frummannsins eða negra-
list; ekki eru nema 50 ár síðan Botticelli, sá undursamlegi meistari, varð
heimskunnur málari, enda þótt hann lifði og starfaði á 15 öld. Sum verk
frá þessum tímum lágu á 18. og 19. öld í skúmaskotum, og lá við borð að
þeim yrði á eld kastað sem einskis nýtu rusli, svo sem altaristöflu Duuccio
í Dómkirkjunni í Siena.
Um sömu mundir og þessi bylting ríður yfir missa kirkja, aðall og
kóngar, sem um aldir höfðu verið verndarar lista, völdin í hendur nýríkum
kaupmönnum og iðjuhöldum með vafasamt uppeldi, takmarkaða menntun
og lélegan smekk. Sjálfir kunnu þeir ekki að greina kjarnann frá hisminu
í listum, en hins vegar sáu þeir sér leik á borði að nota vélarnar til að stæla
ýmsa fortíðargripi í gróðaskyni. Til þeirra má rekja þau firn ósmekklegra
stílstælinga sem við rekumst á hvarvetna í heiminum í dag: hús, húsmuni,
húsgögn, klæðnað, vefnað, áhöld o. fl., sem átt hefur hvað drýgstan þátt
í að spilla smekk almennings.
Byggingartækni hefur ávallt ráðið miklu um útlit og gerð húsa, sbr.
burstina og griska hofið, hvolfþakið rómverska og rómanska stílinn, hinn
gotneska burðarstöpul. Nútímabyggingarlist er sömu lögum háð.
Þó hefur hvorki stálbitinn né járnbenta steinsteypan jafn mikil áhrif
á mótun hinnar nýju listar og verksmiðjuframleiðslan. Þar er um algjöra
nýjung að ræða. Fjöldaframleiðsla á byggingarhlutum þekktist ekki áður
fyrr. Þá komu húsasmiðir með verkfæri sín og hráefni á staðinn þar sem
húsið átti að rísa. Allir hlutir, svo sem gluggar, hurðir, lamir, lásar voru
smíðaðir fyrir þetta hús og ekkert annað. 1 dag eru þessi verk unnin í
/ nútimabyggingum hvllir þungi húss-
ins d súlum. Þcssvegna cr hrcgt aÖ
opna húshliðina fyrir birtunni að
utan.
44