Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 32

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 32
t gaf meira út af tvöföldunni, fann aftur botn þótt létt væri leddan og setti nú í vænan drátt. En þegar ég fór að draga kom babb í bátinn, það var ekki nokkur leið að góma þennan helvítis spotta, hann rann úr greip minni hvað eftir annað og gúmvetlingarnir þvæld- ust einhvernveginn fyrir. Fiskurinn rykkti 1 og ég tosaði og tosaði en ekkert gekk. Ja sei sei, sagði gamli maðurinn og var tekinn að glotta. Ég kreisti saman greipar og bölvaði í hljóði, þetta var ekki björgulegt, ég hefði betur aldrei snert á þessum skratta. Þegar ég að lokum dröslaði vænum þorski inn fyrir borðstokkinn var ég orðinn sárþreyttur í handvöðvunum. Fiskurinn barðist um bráð- lifandi og hafði gleypt krókinn niður í kok. Það var bölvað bras að ná homun lausum og ég reif mig til blóðs á hvössum tálknunum. Ég var orðinn fúll í skapi yfir þessu nýtízku veiðarfæri. Samt renndi ég því aftur. Ussu suss, sagði gamli maðurinn, og hafði nú sett í mikinn drátt, rétti úr bakinu, spyrnti út í súðina, húfan var komin aftur á hnakka. Ég sá hvernig svitinn draup niður gagnaugun og hlýr andinn stóð eins og Ijós reykur úr vitum hans. Og þegar glampaði á tvo golþorska niðri í tærum sjónum sló einkennilegu bliki úr augum hans um leið og hann gautþeim í áttina til mín. Hann var aftur í essinu sínu, gamla aðferðin hans hafði ekki brugðizt. Og nú var ég kominn í tvöfalda skömm; hafði ekki látið mér nægja að vera minni færamaður en hann, heldur bætt gráu ofan á svart með þessu nýja fígúruverki. Ég skammaðist mín og bölvaði Kobba í sand og ösku. Það fór á sömu leið og áður, áferðin var engin, færið stóð langt út í sjó og þegar gamli maðurinn var enn einusinni kominn í fisk hafði ég uppi og skipti um færi á ný. Það getur vel verið að þetta skrípi sé gott við Lófótinn, sagði ég en það á ekki heima á okkar miðum. Já, sagði gamli maðurinn, ætli það sé ekki bezt að halda sig við gömlu sortina, og var sýnilega feginn að ég skyldi gefast upp svona skilyrðislaust. Við fengum reitings afla, en uppúr hádeginu kom hann á austan og næðið var búið. Fyrst komu nokkrar lotur með logni á milli og urðu æ þéttari þar til kominn var strekkingur og við héldum heim. Báturinn flaug áfram undan báru og vindi. Sólin skein úr landsuðri slegin mistri og þó nógu björt til að sindra í freyðandi löðrinu umhverfis svo maður varð að kipra hvarma. — Gamli maðurinn var ánægður með útdráttinn, en ég stakk jakobsnaut niður áður en við komum að bryggju, það skyldi enginn sjá að ég hefði verið fyrsti þorskurinn sem lét ginnast af þessu skínandi agni. En smán mín varð alger. Það komu menn að líta á aflabrögðin, sumir þeirra gamlir menn hættir sjósókn en eirðu hvergi nema á bryggjunum. Gamli maðurinn svaraði öllum þeirra spurningum varðandi straum, báru og kveikilegheit, en þegar komið var að því hvernig fiskurinn hefði hagað sér, hvort hann hefði gengið vel að eða verið granntækur, hvort hann hefði gefið sig til á einum kipp eða verið reitingur, ja þá var komið að jakobsnaut. Gamli maðurinn sagði þeim frá þessu viðundri kímileitur um nef og augu, en karlarnir litu á mig elliháðskir. Einn benti á mig með stafnum sínum og skellti uppúr gegnum úfið skeggið. Hann lá í norðaustan garra í þrjú dægur, en einn morguninn datt hann niður og við héldum út. Það var komið fram á dag og sól skein í heiði, það lóaði hvergi við stein og fjöllin spegluðust í sjónum. Um daginn var autt og hljótt í bergi en nú var svart- fuglinn kominn handan um höf og seztur upp. Það skein á hvítar bringurnar, langar raðir á syllunum og þúsundraddað arrið barst að eyrum. Þeir sátu líka í þéttum hnöppum á 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.