Birtingur - 01.07.1955, Qupperneq 18

Birtingur - 01.07.1955, Qupperneq 18
í ísafold, 3- okt. 1924 segir svo: „Síðastliðinn sunnudag gerðust þau tíðindi í kaþólsku kirkjnnni í Landakoti, að Stefán skáld frá Hvítadal, sem fyrir skömmu hefir gerst kaþólskur maður, var sleginn til riddara Krists, eða biskupaður. Athöfnin fór fram að sunginni messu og framdi hana prefekt kirkjunnar hér á landi, Meulen- berg, klceddur kórkápu, með mítur á höfði, aðstoðaður af tveim prestum. Athöfnin sjálf felst í því, að lesnar eru latneskar bcenir, síðan er sá smurður úr Chrysam, sem á að biskupa. Þá er honum sleginn léttur kinnhestur meðan sögð eru orðin Pax Tecum. — Þótti athöfnin áhrifamikil og fögur. — Guðfaðir Stefáns eða patrínus, var Halldór Kiljan Laxness." Myndin hér að ofan er tekin hjá Olafi Magnússyni þennan eftirminnilega dag, hinn 28. sept. 1924. Standandi eru: Jón Pálsson tónskáld frá Hlíð og Björn Björnsson teiknikennari. Sitjandi: Halldór Kiljan Laxness, Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri, Stefán frá Hvítadal og Asgeir Bjarnþórsson, (Nokkrum dögum áður hafði „Halldór Kyljan (svo) Laxness rithöfundur" fengið leyfi stjórnarráðs- ins til að ganga undir stúdentspróf, sbr. frétt í Isafo/d 26. sept. sama ár). 16

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.