Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 47

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 47
„Ilauhaus" i Dessau, Þýzka- landi, eftir Walter Gropius, 1925. Stálbitinn og járnbent steinsteypa Sérhæfing vinnunnar verksmiðjum: I einni eru smíðaðir gluggar, annarri hurðir, þriðju lásar, fjórðu lamir — og ekki fyrir neitt ákveðið hús, heldur hvaða hús sem er. Þetta hefur tvenna kosti: menn eru fljótari að byggja, og það er ákaflega mikilvægt nú á dögum, og það veitir mönnum öryggi, þegar reynsla. er fengin af hverjum hlut. Hvaða áhrif hefur þetta á útlit húsa? Stálbitinn og járnbent steinsteypa hafa þá höfuðkosti, að þau spenna yfir stærra rúm en fyrr og bera meiri þunga. Stálbitinn er afkvæmi iðn- þróunarinnar. Frakkarnir Hennébique og Coignet fundu upp járnbenta steinsteypu á árunum 1880—-1890. Stálgrindur og járnbentar súlna- og og bitagrindur veittu arkitektum algjörlega nýja möguleika. Áður hafði þungi hússins orðið að hvíla á útveggjum að meira eða minna leyti, og þess vegna voru takmörk fyrir því hve mikið var hægt að opna húshlið- arnar fyrir birtunni að utan. Nú var í fyrsta skipti hægt að opna húsvegg- ina að vild og hleypa dagsbirtunni inn í híbýlin. Nú var jafnvel ekki nauð- synlegt að láta veggina ná niður á jörð. Annað engu þýðingarminna er áhrif þau er sérhæfing vinnunnar hefur á gerð þeirra hluta, sem byggt er úr. Áður fyrr bar hver handverksmaður ábyrgð á þeim hluta byggingar- innar, sem hann vann að og sá vaxa fyrir augum sér: steinbogi, súlna- höfuð, hurðarlöm, allt var hans eigið handaverk. Á okkar tímum er öðru máli að gegna: nú situr handverksmaðurinn við einhverja vél í einhverri verksmiðju og framleiðir sama hlutinn í þúsundatali. Náttúrlega er hon- um enn sem fyrr skylt að inna verk sitt vel af höndum, en þar eð hann veit ekki, hvar hluturinn verður notaður, getur hann litlu ráðið um áhrif hans á heildina. Ef til vill er ekki farið að reisa húsið, sem hluturinn verður notaður i. Þetta er galli vélamenningarinnar. Þetta er enn ein skýring á því hvers vegna listum yfirleitt hnignaði svo mjög, þegar vélaöldin gekk í garð. Eins og fyrr segir komu smiðirnir með tæki sín og hráefni á staðinn þar sem húsið skyldi rísa, og þótt húsameistari réði auðvitað ú*'Hti húss- ins, tóku smiðirnir þátt í verki hans, vissu að hverju var stefnt, og allt smátt og stórt var miðað við þetta hús og ekkert annað. Vélin rauf þessa 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.