Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 39

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 39
fyrir um það bil 15 árum og sátum saman í 30 mínútur og töluðum um korn. Ég sagði: Ég hef lesið einhvers staðar að þér hafið ekki haft sérlega notalegt skrif- borð þegar þér skrifuðuð Sanctuary. Ha, sagði Faulkner. Ég hef lesið einhversstaðar að þér hafið skrifað hana á hjólbörum' þegar þér voruð næturvörður. Ég get skrifað hvar sem er, segir Faulkner þá. Hvar sem ég er staddur, hvar sem er. Ef fólk er nálægt yður þegar þér eruð að skrifa truflar það yður? Nei, sagði hann: meðan þeir koma ekki og hnippa í mig. Stundum hef ég verið að velta því fyrir mér, segi ég: sem ég las einhversstaðar haft eftir yður um Sanctuary (og hafði þá ekki yfir setninguna sem ég las eftir honum um bókina: a cheap idea deliberately conceived to make money, heldur hélt áfram:) að þér hafið sagt gagnrýnendunum sem hylltu bók- ina að hún væri alls ekki eins góð og þeir teldu sér trú um. Faulkner: ég veit ekkert hvað gagnrýn- endurnir hafa sagt. Ég fylgist ekkert með því sem þeir skrifa um mig. Ég les það aldrei, sagði Faulkner. (En mig grunar að þetta sé diktur einn eins og hjá fleiri frægum höfundum sem láta svo). Seinna spurði ég Faulkner: Hafið þér lesið nokkuð ef tir okkar mesta rithöf und Laxness ? Ekki ennþá, sagði Faulkner: en ég er byrj- aður á bók eftir hann og ég ætla að lesa hana meðan ég er hér. Ég spurði hvort bændurnir brugguðu enn- þá í Missisippi. Faulkner: Það er bannað og þeir gera það og það er svo sterk lykt af því að það fær ekki að standa nógu lengi til að það verði gott því að þeir þurfa að flýta sér að drekka það upp áður en eftirlitsmennirnir renna á lyktina. Lesa vinir yðar bændurnir bækur yðar■? Ég veit það ekki, við tölum aldrei um bæk- ur. Hafið þér séð sýningu Kjarvals? Það var enginn friður til að skoða hana því að maður þurfti alltaf að vera að tala við fulltrúa íslenzku ríkisstjórnarinnar og full- trúa bandarísku ríkisstjórnarinnar, sagði Faulkner. Faulkner sagðist vera ánægður með komu sína hingað. Þar sem manni væri vel tekið skildi maður eitthvað eftir af sjálfum sér. Hann yrði að koma aftur til Islands og finna þann hluta sjálfs sín sem yrði eftir. Skál fyrir því að ég komi aftur til Islands. Þannig talaði einn mesti rithöfundur heimsins. Lítið eitt um útvarpið Um þær mundir sem þetta hefti er prent- að mun vera reynt að koma saman vetrar- dagskrá. Það er því of snemmt að hugleiða framtíðarhorfurnar en mikið lifandi ósköp og skelfing var útvarpið lélegt í sumar. Einn er sá þáttur frá fyrri tíð sem oft hef- ur verið talað um að rétt væri að fella. Þátt- urinn um Daginn og veginn. Þar hafa and- lausustu menn landsins jafnan átt vísan að- gang að hljóðnemanum, það hefur aldrei þurft að spyrja: ,,Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?“ Aðgönguskilyrðið hefur virzt að hafa ekkert að segja: valinn þáttur fyrir stjórnmálaargsins minniháttar malara- sveina og blaðamenn af morgunblaðsstigi. Út af þessu brá þó um daginn. Erindi Helga Hjörvar var dæmi þess hvernig sá þáttur á að vera. Þar á að taka afstöðu til dægur- mála, ræða frísklega um vandamál dagsins, þar eiga að tala menn sem hægt er að vera ósammála. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.