Birtingur - 01.07.1955, Page 19

Birtingur - 01.07.1955, Page 19
TH'OR VILHJÁLMSSON: Viðtal við Nínu Eftir þetta ömurlega sumar okkar sunnan- manna er gott að fá vitamín undir veturinn. Þannig orkar líka sýningin sem Nína Trygg-vadóttir kemur með frá París. Hún hvilir sig á þeim stóru plássum úti í heimi með því að sýna okkur löndum sínum ný listaverk og kemur okkur á óvart eins og stundum fyrr. Mér þykir það sjálfsögð háttvísi að láta öðr- um eftir að skrifa dóm um sýninguna en náði tali af Ninu fyrir Birting til að vita hvað henni finnst um eitt og annað. Sjálfur var ég önugur eftir að hafa gengið a veitingahús þessa andríka staðar að leita að heppilegum viðhlæjendum án árangurs og segi: Einu sinni mætti ég Eggert Stefánssyni þeim fljúgandi Hollendingi í Austurstræti, hann sagði: kæri vin, nú skulum við koma saman á einhverja listamannakrá! Finnst þér ekki skrítið Nína að koma heim þar sem svo mikið er annars af fólki að fást við einhvers- konar listir og samt er þetta eins og inspír- eraður paradox og háð að tala um listamanna- krá hér, — ég meina veitingastað þar sem hstamenn og áhugafólk venji komur sínar °g geti hitt fólk sem glímir við svipuð vanda- Toál og þeir og lifir fyrir líka hluti, talað saman. Ekki stendur á svari Nínu: Mér þykir leið- mlegt að slíkur staður finnist ekki þar sem maður getur hitt listamenn til að heyra hvað er í bígerð hjá þeim. Mig langar til að tala við ýmsa en maður hefur svo sem engan að- gang að þeim. Hér fara menn víst ekki á vertshús til að tala um listir og önnur fagur- fræðileg efni heldur til að þjarka um pólitík og bridgespil. í eina tíð var þó Unuhús, segi ég sem að- eins þekki það af afspurn: Ég hef heyrt að þú hafir oft komið þar. Já einu sinni var Unuhús, svarar Nína: þar gat maður kynnzt skáldum og listamönn- um sem voru að brjótast í ýmsu og skapa nýtt. Það er eins og nú vanti illilega nýjan Erlend, mann sem laðar að sér andríkt fólk eins og segull. Ekki svo að skilja að mikil von sé til þess að hans líki komi fram. Það verður ofurlítil þögn, svo heldur Nína áfram: kannski hefur einhver lesandi Birt- ings gaman af að heyra að úti í París tíðkast það að frægir listgagnrýnendur sitji viku- lega tiltekið kvöld á ákveðnu veitingahúsi þar sem myndlistarmenn geta gengið á þeirra fund og talað við þá. Til dæmis Ginderthael og sömuleiðis Michel Seuphor. Þar eru fjör- ugar umræður um hvaðeina sem gerist í listum í París. Þar getur hvaða listamaður sem er gengið inn og kynnt sig og setzt þar að samræðum með stallbræðrum sínum frá ýmsum löndum. Það hefur hjálpað mér mikið. Seuphor-klúbburinn er miðvikudaga á Café Victor á horninu á Bv. des Batignolles og Rue des Batignolles, Montmartre. Ginderthael er á Café Aiglon, Bv. Raspail á Montparnasse. Kannski langar einhvern íslenzkan listamann að slangra þangað inn, gjöri hann svo vel. Hverjir eru mest umtalaðir í myndlistinni í París í dag? Við hér erum mikið gefin fyrir 17

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.