Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 8

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 8
Vandlæting og píslarvætti Hugleiðinqar um Laxness eftir Lars-Göran Eriksson l. Það mætti halda því fram að í hinum miklu skáldsögum Laxness ræki hver andstæðan aðra sem orkuðu næstum því sem þversagnir er kunna að sýnast ósættanlegar. Hann tekur ríkan þátt í hugmyndaþjarki samtímans en reisir á grunni hinnar voldugu stílhefðar Is- lendingasagnanna. Hann vinnur úr stað- bundnu söguefni en gefur því gildi er varð- ar alla menn. I verkum sínum lætur hann veruleikann lifa furðulega áþreifanlega en virðir hann þó jafnframt fyrir sér úr f jarska í hugljómun (extas) dulspekingsins. Viðhorf hans til mannanna hefur mótazt varanlega undir kristnum áhrifum — því hafa gagn- rýnendur naumast gefið gaum — en um leið eru verk hans menguð marxistiskum hugsjónum. Hann er innblásinn sterkri vand- lætingu en setur henni þó skorður. Auðvelt er að fylgja þessu frekar eftir. Það hefur oft vakið athygli í sambandi við Laxness að hann lýsir aldrei fyrirmyndar- ríkinu (utopia) þótt það mætti virðast freist- andi. I því svipar aðferð hans til starfshátta þeirra Greene og Mauriac í afstöðu þeirra til náðarinnar, hann lætur geisla ljóss nokkrum sinnum seytla niður í myrkrið sem hann lýsir. Það er djúprætt tvíhyggja í heimsskoð- un hans sem hefur nú sósíalistiskan botn- sökkul fyrir akkeri. Segja mætti Laxness sýni rönguna á fyrir- myndarríkinu. Þar er að verki nekjandi á- deila á fjármálabyggingu þjóðfélagsins sem sigar mönnum hverjum gegn öðrum og hann afhjúpar hana endanlega. Stórfenglegast er þessu lýst með Bjarti, hinum íslenzka kot- bónda í skáldsagnabálknum Sjálfstætt fólk sem ber hinn tvíræða undirtitil ,,Hetjusaga“. Þar kennir skyldleika við Islendingasagna- hefðina þó um leið sé horfið frá henni sem sést af því að kotbóndi er söguhetjan en það væri óhugsandi í Islendingasögu. (Hér gleym- ir greinarhöfundur Bandamannasögu. Þýð.). I vissum skilningi virðist þetta gert til þess að grafa undan hinni rótföstu íslenzku hetju- mynd sem kunn er af fornum sögum og er fyrirmynd hvers íslendings. En í snilldar- legri lýsingu rís þetta úr staðbundnum reikn- ingsskilum upp í gagnrýni á hlífðarlausum hráskinnaleik fjármálaaflanna að mann- eskjunum sem reyna í ofvæni að brynja sig einstaklingshyggju en skortir raunar vopn að verja sig. Viðbrögð lesarans hvarfla frá óskoraðri aðdáun á sjálfstæðisþrá kotbónd- ans til tvíveðrungslegri afstöðu þar sem hann flöktir milli andstyggðar á Bjarti og lífs- hætti hans, sem eyðir honum sjálfum og um- hverfi hans, og tilfinningarinnar um harm- leikinn sem er fólginn í upplausninni. And- styggðin er vakin af þjóðfélagsádeilu Lax- ness, vandlætingu hans, hið mannlega við- horf Laxness fæðir af sér harmleikinn. Enda þótt maður kunni að hafa meiri mætur á Ljósvíkingnum sem heilsteyptu listaverki, þá er Bjartur í stríði sínu stórbrotnasta lýsingin í allri listsköpun Laxness á baráttu hins ein- 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.