Birtingur - 01.07.1955, Page 43

Birtingur - 01.07.1955, Page 43
EMIL EYJÓLFSSON: Tvö Ijóð REGN Augu mín greindu leiftur eldingarinnar út um gluggann —. Það gerðist í senn að heymin nam fyrstu hljóðbylgjur þrumanna og ég var þrifinn almáttugu afli, þeytt hátt í loft upp og keyrður niðrí malbikið. — Auðvitað brotnaði hvert bein. Síðan varð skýfall. Hlýtt regnið steyptist yfir mig og þeir sem höfðu ætlað að sinna mér, hlupu í skjól. Taugafrumumar höfðu ekki laskazt, mér leið engan veginn þegar sársaukinn blandaðist losta regnsins. Líklega hefur þetta gerzt því nú tók að dimma. Og einlivem veginn liefur gleymzt að kveikja götuljósin því mjúkar tungur myrkursins fengu óáreittar að sleikja sár mín .... Unaðurinn gagntók mig smám saman, unaður regnsins sem féll á andlit mitt. Þannig dó ég. Lognaðist ekki út af, heldur sprakk er efnið þoldi ekki lengur þenslu lostans. Síðan hætti að rigna. Fólkið sem séð hai'ði undrið, kom hlaupandi í ofboði, en þá var auðvitað ekkert eftir af mér. Furðuleg missýn, tautaði það og gekk á brott, það hefði verið gaman að geta sagt frá jafnundarlegu atviki. HAUSTLJÓÐ Fegurðin var flúin og lygin fyllti hug þinn. Þú sást ekki lengur augun þegar þú gekkst í myrku regni um götu þorpsins, — en heyrðir skvamp bárunnar. Og sjórinn minnti þig á morgundaginn, ævintýrið. Regnið var hlýtt og húsin vinveitt, þú fannst að verið var að svæfa börn bak við gluggatjöldin og vissir af flotlykt í eldliúsinu. Samt heyrðirðu skvaldur kvennanna. — En himinninn yfir eyði- mörkinni vék ekki úr hug þér: mildur bjarmi, eldhai', ógnþrunginn sorti, allt jafn- skýrt. Það var í nótt, liðið, þú verður að hlusta á hafið. En af hverju sérðu ekki augun lengur, heyrir ekki klið raddarinnar? Þú sást og heyrðir í nótt. En það var í gær. Sjórinn er líf þitt í kvöld. Við bryggjuna eru engin skip, aðeins bátar. Og hefurðu hug til þess að sigla á vit ævintýrisins, morgundagsins, á báti, einn? Nei, mikli maður, þú þarft skip og fólk. Þú verður að ganga stíginn til baka og bömin verða sofnuð. — Þögn gleðikvenn- anna yfirgnæfir allt. Enn eina nótt verðurðu að standa vörð á eyðimörk mann- virkjanna, sérð engan himin, hvergi skjól. En hvers vegna sagðistu sjá augun og heyra klið raddarinnar í kvöld, hvers vegna laugstu? Hvers vegna þcssa kossa og mælgi? Skipið er ferðbúið, — en lygin ferðast með þér og augun eða kliðinn skynjarðu aldrei framar. Það angrar þig ekki. Þegar fólkið talar um sjálft sig, ást, bókmenntir, listir og allt hitt, brosirðu og hugsar um himininn að nóttu á eyðimörk mannvirkjanna, mildan bjarma, eldhaf, ógnþrunginn sorta; og fögnuð og sigurvissu á leið til gálgans.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.