Birtingur - 01.07.1955, Side 42

Birtingur - 01.07.1955, Side 42
annaðhvort á drykkjukrám eða vitfirringa- hælum.“ „1 Bretlandi var Oscar Wilde höfuðskáld symbólismans. Naut hann um skeið mikillar hylli en var síðar ákærður fyrir kynvillu og dæmdur í fangelsi. Kunnasta rit hans er sag- an „The picture of Dorian Gray“. Þegar kemur að nútímanum segir svo: „Upp úr expressionismanum hafa sprottið aðrar stefnur enn öfgakenndari, t. d. fútúr- isminn og súrrealisminn. Er sá skáldskapur svo fáránlegur að fáir aðrir en skáldin sjálf skilja hann“. Og um Laxness segir: „Er Halldór Kiljan Laxness einna kunnast- ur skáldsagnahöfundanna. 1 ritum hans gætir áhrifa frá ýmsum bókmenntastefnum. Um skeið hallaðist hann að expressionisma og fútúrisma." Ekki er minnst á James Joyce, Kafka, Hemingway, Faulkner, Rilke, Valery, Eluard, Appolinaire, García Lorca en sem betur fer eru Sinclair Lewis, Pearl S. Buck, Cronin, Svend Stolpe og Conan Doyle, höfundur Sher- lock Holmes-sagnanna, talin í staðinn. Lengi býr að fyrstu gerð og verður ekki nógsamlega dásamað að eiga svo merkilegt uppeldisrit sem þetta og tala þessi fáu dæmi glöggt og frekari athugasemdir óþarfar. List er það líka .... Meðan Ásmundur Sveinsson stritar enn sem fyrr einn við húsbyggingu sína hafa stjórnarvöld látið ýmsa hollvini sína og við- hlæjendur varða þjóðvegina með afurðum anda síns sem eru sumar af þeirri sortinni sem væri betra að steypa rifulaust utan um. Yfir Skagafirði hefur verið sett upp mynd bundin minningu Stephans G. Stephansson- ar sem var svo framsýnn að yrkja um hana þá vísu sem fyrirsögn þessa máls gefur til kynna. Betra hefði verið að sleppa nafni Stephans G. Stephanssonar sem var allra manna öndverðastur kotungshætti í hugsun. Ég fór hjá Bólu bjarta sumarnótt. Þeir eru búnir að setja varða yfir Bólu-Hjálmar og fundu upp á því að reisa til minningar um karlinn hörpu úr steini með galvaníseruðum strengjum. Þótt hætt sé við ég fái bágt fyrir í Degi á Akureyri voga ég mér að stinga upp á því til umhugsunar að Bólu-Hjálmar sé enginn fínmúsíkant úr einhverju rokokko- kamersinu, hann spilar yfirleitt alls ekki á hljóðfæri. Þetta hörputildur vekur þá hugs- un að kannski hafi minnisvarðinn verið pant- aður með símskeyti og orðin svo spöruð að ekki hafi skilist á skeytinu hvað vantaði, til hvers og yfir hvern, — nema það eitt að ein- hver væri dauður. Eða þessi vísa hafi ruglað myndhöggvarann: í landinu sunnan við sólu þar situr hann Hjálmar frá Bólu og kveður um ástir og unað og söng um yndisleg vorkvöldin löng. Er þetta ekki enn eitt dæmi þess hve upp- skafningar sem þykjast vilja minnast mikil- menna, þegar misskilningur og öfund hafa murkað úr þeim lífið, halda áfram að mis- skilja þau dauð og hinn einlægnilausi gloríu- fagnaður er settur í gang. Og munu alltaf misskilja. Þá kemur í hugann nýjasta afrekið. I Ól- afsdal hefur verið reist intím nærfatagínu- mynd af karli og konu sem hafa verið flett klæðum af sérkennilegri smekkvísi og sett ofan á afkáralega hleðslu hlóðum líkasta. Þetta er í orði kveðnu til að minnast mikil- hæfs manns Torfa Bjarnasonar og konu hans og gildir þar eins og víðar hér á landi að kotungsskapurinn hreykir sér þar sem sízt skyldi. 40

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.