Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 12

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 12
stendur fullkomlega á sama um hann. Bernska hans er þrotlaus aflraun. Einhverju sinni er honum misþyrmt að ósekju af báð- um bræðrum á bænum, og hann lá rúmfastur árum saman. Hann verður einn af drottins krossberum. Þetta er fyrsta bendingin um það hlutverk sem honum er ætlað. Það er þverskorið öðr- um efnisþræði sem gengur gegnum alla skáld- söguna, og frá trúarlegu upphafi þróast það og fær æ fyllra og breytilegra og jafnframt óskiljanlegra inntak. Þegar barn að aldri finnur Ólafur að hann á athvarf. Dag nokk- urn þegar hann er úti heyrir hann „kraft- birtíngarhljóm guðdómsins", vitund hans flóir út um í hrifningarvímu og hann kyssir jörðina í ást og lotningu. Peter Hallberg hef- ur borið þessa atburðalýsingu saman við prósariss frá æskuárum höfundar, þegar Laxness var undir áhrifum frá Meistara Eckhart (sjá tímarit Bonniers H. 1953). Sú miðaldadulhyggja sem er undirrót þess við- horfs til mannanna sem Laxness aðhyllist, ætti eftir þessu að vera líka innblástur og hugljómun hans. Hugljómun Ólafs hefur á þessu stigi málsins hreinan trúarblæ. Opinberun hljóms- ins verður það afl sem heldur honum upp úr í veikindum hans, í öllu lífi hans. En hljómur- inn breytist. 1 veikindunum birtist honum sýn, en nú er það alþýðuskáldið Sigurður Breiðfjörð, sem lýtur að honum og segir: „Þú ert Ijós heimsins". Það var vígsla, köllun skáldsins vaknar og hljómurinn birtist aftur á ákveðnum stundum í lífi Ólafs sem hljómur skáldskaparins. Það er hann sem vekur hug- ljómun hans, veldur framandleik. Það er fyrir hljóminn sem hann lifir í veruleikanum og þó í senn veruleikanum fjarri. Þá fjarska- kennd lætur Laxness meira að segja ráða málblæ skáldsagnabálksins. Það er fyllilega rökrétt að skáldvígslan ger- ist eins og trúarleg opinberun: Líf skáldsins er píslarvætti. Að lesa um Ólaf Kárason það er sama og lesa dýrlingaævi um öreiga- skáld. Skáldferillinn og píslarvættisferillinn skerast snemma í lífi Ólafs, en ekki er fyrr en í þriðja hluta skáldsagnabálksins kveðið upp úr um að „skáldið er tilfinníng heimsins, og það er í skáldinu sem allir aðrir menn eiga bágt“. Fróðlegt er að setja þessa setningu í rétt samhengi. Ólafur segir hana sjálfur á verkamannafundi í fiskiþorpi einu þar sem hann býr með flogaveikri konu og hefur ó- verulegar tekjur af því að yrkja tækifærisljóð, jafnframt því sem hann vinnur að sínum eigin skáldverkum sem Laxness lætur varpa sérkennilegri birtu á það líf sem Ólafur lifir. Einn dag sér hann stúlku á fiskireitunum sem hann hefur aldrei áður augum litið. Þann dag er hann smánaður af verkstjóra einum og neyddur til að snúa aftur og bæta á bör- urnar. Stúlkan sér það og segir með „frýjr og eggjan: Læturðu snúa þér við?“ Þá heyrir skáldið aftur Röddina, en nú var hún óákveð- in, erfiðari skilnings: „Því fór fjarri að hann vissi nú leingur hvað hún hét, aðeins lét hreimur hennar unaðslegar í eyrum eftir því sem leingra leið, stundum svo að honum fanst sá dagur myndi koma að hann yfirgæfi allt til að hlýða á hana eina. Ó yndislega Rödd, sagði hann, og teygaði að sér svalan kvöldblæ norðursins, en hann þorði ekki að breiða út faðminn af ótta við að fólk héldi að hann væri brjálaður." 1 ráði er að stofna verkalýðsfélag til að bera fram kaupkröfur við forstjórann Pétur Páls- son Þríhross, þennan forkostulega kapítal- ista, sem kallar sjálfan sig á hástemdum augnablikum Peter Pavelson Three Horses. Á þessum fundi er skáldið hvatt til að taka til máls og hann talar innblásinn. „1 því landi þar sem skáldið á heima, þangað sem hann aldrei kemst, þar ganga atvinnuvegirnir af 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.