Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 13

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 13
sjálfum sér án þess að nokkur reyni að stela af hinum". Þar er hægt að uppfylla allar óskir og því er ekkert kallað ljótt. „Og við heyrum Rödd sem lýsir engum sársauka og gerir ekki neinar kröfur, en ymur aldrei fegur en þegar síðasta skáldið er þagnað; og hjá mér heyra hana allir menn. En hér á þessari strönd —“. Röddin, sem fyrr var svo erfitt að skilgreina hefur allt í einu orðið rödd hinnar þjóðfélagslegu draumsýnar. Ólafur hefur hlaupið á sig á þann hátt sem Laxness hefur ætíð varazt. Höfundurinn á- lyktar sjálfur að ræðan hljóti að hafa orkað á mennina eins og „spott, í bezta falli brjál- semi.“ Laxness slær varnagla með því að skýra framkomu Ólafs sálfræðilega — en þess sér næstum hvergi stað í þessari bók þar sem svo lítið er um sálfræðilegar útlistanir án þess hún sé ósálfræðileg: Ólafur hefur hreint °g beint viljað ná sér niðri í augum þess- arar stúlku. Og með þessu spottaði hann mennina. Ólafur er lengra leiddur á braut svikanna °g honum er gert að velja milli Jórunnar á Lrekku sem er hamingjudraumur hans og Jarþrúðar sem á vorkunn hans. Jórunn á Brekku hvetur hann til þess að stíga niður af þessum „andstyggilega krossi“ svíkja písl- arvættið og kjósa hana og lífið, ekki með- aumkunina. En skáldinu er ljóst að hann getur ekki yfirgefið Jarþrúði. Þegar hann kÝs hana felur það í sér að hann tengist því uaannkyni sem þjáist, ekki þeirri hamingju sem gæti orðið. „Hún er manneskjan í allri sinni nekt: sjúk varnarlaus, án vinar, án þess að eiga nokkurn að sem gæti þótt vænt hana eða vildi rétta henni hjálparhönd og stínga nagla milli tannanna á henni þegar hún fær köstin“. Sá Ólafur sem svo velur getur farið all háðulegum orðum um upphafs- rnenn kristni en köllun hans er rakin til. Sig- urðar Breiðfjörð sem er alþýðuskáldsins verndari og fyrirmynd. En viðhorf hans til manneskjunnar er enn hið ,,skepnu-lega“ og þaðan stafar vandlæting Ólafs — og Laxness. Ekki fyrr en Ólafur stendur algjörlega ráð- þrota í viðleitni sinni að verja lík dóttur sinnar því að verða skotmark í hernaði Pét- urs Pálssonar gegn verkalýðsfélaginu gengur hann í lið með verkfallsmönnum, ber meira að segja um stund fána þeirra. Örn IJlfar talar innblásinn um sögu mannkynsins sem sögu f relsisbaráttunnar — bæði þar og í ræðu Ólafs á fundinum kveður við hinn marxistiski grunntónn, en óþarft er að rekja það sér- staklega — og Ólafur sér í Jóu á Brekku hið lifandi tákn frelsisins. Laxness herðir á þjóð- félagsádeilunni með því að tvinna hana sam- an við ástarlýsinguna. (Svipaða aðferð notar Paul Eluard í hinu fræga hernámsandstöðu- ljóði sínu Liberté, sem manni virðist „fjalli um“ konu þar til maður uppgötvar hvað það „fjallar um“). 4. Karin Boye þótti siðferðileg vandlæting æði háskaleg. Laxness er ekki á því að láta hanka sig á því. Hann skoðar söguhetju sína með siðferðilegum nihilisma sem er í beinu sambandi við þjóðfélagsádeilu hans. Réttar- höldin yfir Ólafi Kárasyni fyrir nauðgun námsstúlkuverðaofsaleg ákæra á hendurfull- trúum þjóðfélagsins er steypa af tilfinninga- lausu öryggi sínu ofsóttum manni í glötun. Hreinleiki Ólafs lifir í andrúmslofti siðferði- legs nihilisma svo sem jafnan verður þegar hin mannlega hlið málsins er dregin fram í fullu gildi. En vilji menn halda því fram að það sé sáluhjálparblær yfir þessu má minnast þess að gagnrýnin á hendur réttvísinni er und- ir áhrifum af kenningum Marx er lítur á rétt- vísina sem tæki í höndum ríkjandi aðila. Dýrlingurinn er jafnframt öreigi: það geng- ur sem viðlag gegnum alla frásögnina. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.