Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 35

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 35
Þetta var þjóðráð, sagði ég. Hann leit ekki við mér, hnýtti að nýju krók á taum- inn og renndi. Hann var hættur að taka í nefið. Ég dró sleitulaust, en hann skók og skók. Endrum og eins setti hann í smákvik- indi. Nú komu tveir bátar tifandi í áttina til okkar. Á öðrum var Lási keppinautur gamla mannsins. Þegar þeir voru komnir svo nærri að þeir sáu að ég stóð í óðum fiski renndu þeir. Þeir voru með gömlu færin. Gamli mað- urinn gaf þeim auga og þeim varð tíðlitið til okkar. Við vorum hér á tólf faðma dýpi svo maður var ekki lengi að vippa honum inn, nú var ég líka búinn að ná fullu valdi á blá- þræðinum. Ég heyrði óminn af röddum þeirra á hinum bátunum. Gamli maðurinn átti bágt með sig, illt var á undan gengið, en að láta þá Lása sjá það með eigin augum að hann yrði ekki lífsvar þegar strákkvikindið var að bylta honum inn, það var óbærilegt. Hann var eirðarlaus og mæddur. 0g þegar Lási nálgaðist okkur enn og var kominn í kallfæri þá var gamla manninum nóg boðið. Hann leit flóttalega til mín og sagði: Við höfum uppi, ég held þeir megi hafa þetta. Veiztu einhversstaðar af honum tryggari, sagði ég illkvittnislega. Ég hélt kannski að ég réði hérna um borð, sagði hann, vandræðalegur, næstum klökkur. Ágætt, sagði ég og dró inn færið með stærðar þorski. Hann setti á fulla ferð. Ég lagðist endilangur í barkann og reykti. Eftir svo sem stundarfjórðung hægði hann á og renndi. Ég hreyfði mig ekki en lá þama og góndi upp í himinhvelfinguna. Það leið löng stund, gamli maðurinn merkti ekki fisk. Hann forðaðist að líta á mig. Ertu að fáann, kallaði ég loks. Hann hætti að keipa, sneri sér að mér og hrópaði: Ég er ekki vanur því að menn legg- ist fyrir eins og drumbar þegar þeir eiga að vera við færi. Fyrirgefðu, ég hef líklega blundað. Ertu búinn að draga marga? Hann svaraði ekki. Ég hélt þú ættir hann vísan, sagði ég og stóð á fætur, en úr því þú verður ekki var þýðir mér víst ekki að reyna. En þegar ég sá að Lási kom blaðskellandi í áttina til okkar lét ég sökkuna fara. Ég keipaði góða stund án þess að verða var. Hann ætlar ekki að gefa sig til skrattinn sá arna, sagði gamli maðurinn, en það leyndi sér ekki að honum leið mun skár af því að ég fékk hann ekki heldur. Lási var nú alveg kominn að okkur og kallaði: Þið eruð þá í sömu hlandforinni piltar. Eitthvað hefur hann verið líflegri við ykkur í gær. Ætli það sé ekki nóg að þú sért kominn, fiskifæla, sagði gamli maðurinn, ætlarðu gegnum bátinn? Mér sýndist þú ekkert veiðilegur þarna áðan, sagði Lási og gretti sig. Reyndu að hypja þig, það er ekki svo þröngt á sjónum að þú þurfir að ríða á okk- ur, sagði gamli maðurinn. Það er naumast gúll á þér, sagði Lási, ég sé ekki neina girðingu frá þér hérna. Þeir hreyttu hvor 1 annan. Ég setti í fisk, dró hann upp í nokkrum handtökum og tók hann í fangið meðan ég reif krókinn úr hon- um. Læturðu strákinn draga af þér ræfillinn, hrópaði Lási og hló við. Gamla manninum varð orðfall. Og nú varð fiskurinn svo hringlandi vit- laus að ég komst aldrei nema nokkra faðma niður, þá var hann á. En þarna baukuðu gömlu mennirnir með gömlu færin rétt eins og engin lifandi branda væri til í söltum sjó. Ekki veit ég hvað þú ert að gera þarna um 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.