Birtingur - 01.07.1955, Side 45

Birtingur - 01.07.1955, Side 45
Landsbankinn Hnignun listar á 19. öld Vélin og iðnbyltingin Það er staðreynd að byggingarlist síðustu aldar var á hnignunarskeiði. Menn stældu fremur en skópu. Það var byggt í gotneskum, egypzkum, grískum og rómönskum stíl ,en aldrei reynt að finna hinn raunverulega stíl aldarinnar, með þeim afleiðingum, að hann er enginn til. Húsin líktust mest leiksviðstjaldi: blekkjandi skrauttildur var dregið fyrir raunveru- lega ásýnd hússins. Reyndar er hæpið að ræða um byggingarlist 19. aldar sem liðið fyrirbæri, því sömu sjónarmið eru enn ótrúlega rík meðal al- mennings og einnig opinberra aðila er mestu ráða um smíði stórhýsa. Orsakir þessarar niðurlægingar eru margar. Iðnbyltingin á fyrrihluta nítjándu aldar veldur mestu. Vélar og verk- smiðjur breyttu öllum vinnuaðferðum við húsagerð. Þegar stálbitar og síðar járnbent steinsteypa komu til sögunnar gjörbreyttist burðarþol húsa, og við það sköpuðust nýir möguleikar. Andspænis þessum nýjungum rugluðust menn í ríminu. Sumir urðu hræddir við hin nýju hjálpartæki og ýmist brutu þau eða sneru við þeim baki og litu löngunaraugum til fortíð- arinnar. Þannig hófst hin mikla stílstælingaralda sem flætt hefur yfir heiminn síðan. Þetta er skýringin á því að víða í stórborgum standa hlið við hlið byggingar frá þessum tíma sem gætu útlitsins vegna verið frá ýmsum menningarskeiðum sögunnar. (Við þurfum reyndar ekki að fara til stærri né eldri borga en Reykjavíkur til að sjá dæmi um þetta, sbr. 43

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.