Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 37

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 37
Tónskáldið Carl Nielsen skrifar um Mozart — Og svo varð hann ekki nema 35 ára! Svo ungur dó hann; öfundaður og ofsóttur af starfsbræðrum sínum sem þoldu honum það ekki að hann átti snilligáfu; misskilinn og vanmetinn af publikum sem vissi ekki hvað hann var að fara og þótti hann vera of lærð- ur. En allt gerðist þetta í svo skjótri svipan — likur loftsteini geystist hann yfir himin tónlistarinnar og er horfinn á ný inn í eilífð- ina. Varla gafst neitt tóm til að átta sig. Sá urmull snilldarverka er ráku hvert annað nægði sannarlega til að rugla publikum í ríminu og það getur bætt ögn um fyrir sam-. tíðinni. En á þeim tónlistarmönnum, tón- skáldum og starfsbræðrum sem reru að því öllum árum að hindra hann, hnekkja og tortíma honum og tókst að lokum að ganga af honum dauðum, á þeim mun hvíla smánarblettur meðan list tónanna lifir og er í heiðri höfð; því þeir vissu hvað þeir gerðu, og hafa ekki einu sinni það sér til málsbóta að þeir hafi ekki skilið hann, né heldur að hann hafi verið óþolandi í fram- komu eða drembilátur. Af bréfum hans og þeim f jölmörgu sögusögnum sem af honum fara er vitað að Mozart var einstaklega elskulegur og heillandi maður. Hann var opinn og frjálslegur í öllu viðmóti, hann ætlaði ávallt öðrum gott og hafði jafnvel á takteinum af- sakandi orð um opinbera féndur sína og öf- undarmenn. Hvern kynjar þá að líf hans varð á margan 'hátt óreglusamt og léttúðugt. Á því eiga andstæðingarnir líka nokkra sök. Enginn getur álasað honum fyrir að vera ekki e(ngill heldur manneskja með mann- legar hneigðir, vonir, þrár, ástríður, kosti og galla og hvað það nú heitir sem steypir mönn- unum svo djúpt og hefur þá svo hátt. Þegar alls er gáð rís persóna Mozarts flestum ofar og er meira heillandi en annarra ekki einungis í sögu tónlistarinnar heldur listasögunni allri. Hann hlaut að deyja ungur svo mynd hans og list yrðu fullkomnuð. Tónlist og æska eiga vel saman, og sú listgreinin sem lifir ríkustu lífi allra þolir hvorki hrukkur né hærur, því skulum við ekki harma það að hann dó ungur heldur hitt að undir lok ævi sinnar var hann sniðgenginn og vanmetinn einmitt á því skeiði er hann gaf okkur sín fegurstu verk. — Við eigum honum mikla skuld að gjalda tónlistarmennimir; en marga okkar órar ekki fyrir því, vegna þess að gildi listar hans hef- ur ekki borizt okkur eftir krókaleiðum og hann er ekki einn þeirra listamanna sem geysast fram með brauki og bramli. Almenn- ingur á líka ógoldna skuld við Mozart, því enda þótt almúginn skildi að sönnu ekki hið göfuga mál hans og tilburði nam hann þó þytinn af miklum anda sem sveimar langt fyrir ofan hið almenna og það er hreint ekki svo lítið. Og miklu er okkur ljúfara að færa Mozart þakkir fyrir það að hann knýr aldrei á með grófum, ódýrum háttum né með viljans ofstopa eða byltingarákefð. Hann var ekki að heimta neitt nýtt, það kom sjálf- krafa. Hann heimtaði ekki annað en hinir, en hann var þess megnugur að gefa meira. Hann svipti ekki brott því sem fyrir var cn jók við það þeim fjölbreyttu gersemum sem hann fann ýmist í draumi eða leik. Hann reif ekki húsin ofan af okkur til að byggja handa okkur hallir í staðinn sem við heilluðumst af en gætum ekki hafzt við í vegna kulda. Hann gaf okkur sjálfan sig, vináttu sína, anda sinn, ofumæmar tilfinningar sínar, innilegt bros, djúpa alvöru og frjálsa glaða lund með ódauð- legum melódium sínum og hinni fögru auð- ugu list. T. V. þýddi. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.