Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 27

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 27
 *■ ÍU- — ~ ^ pp- * -~ ' — progress“ líða 39 ár. Verk Stravinskys vekja alltaf jafnmikla athygli. Hann hefur alltaf eitthvað nýtt að segja, eitthvað sem kemur á óvart. Ber sórstaklega að nefna verk eins og Sálmasinfóníuna, Blásaraoktettinn og Píanó- sónötuna. Þessi verk teljast til hins svokall- aða klassíska tímabils hans og vöktu mikið umtal á árunum um og eftir 1930. Þau eru svo meistaraleg að formi að undrum sætir, en margir finna það að þeim, að liturinn sé fábrotinn, og þykjast þar að auki sviknir um efndir þeirra fyrirheita er hin rýtmiska spenna í fyrri verkum hans gaf. Þegar heimsstyrjöldin brauzt út, íluttist Stravinsky vestur um haf, til Bandaríkjanna. Þar varð hann fyrir miklum áhrifum af jass- inum svonefnda og ekrifaði jafnvel verk fyrir jasshljómsveitir. Eitt þeirra er „Ebony conserto", gerður fyrir hljómsveit Woody Hermans og talið afburða snjallt verk af þeim, sem þess kunna að njóta (þó að á undirritaðan hafi það svipuð áhrif og gamlir stútungar flauti á pæjur á rúntinum). 1 sin- fóníu í þremur þáttum (1945) er sem höf- undinum verði hugsað langt aftur í tímann, til Petrúska (1911) eða lengra. í þessu verki, sem margir telja meðal beztu seinni tónsmíða Stravinskys, er eins og sífelld togstreita milli hins gamla og nýja, milli Ameriku og Evrópu. En hún leiðir ekkert í Ijós, maður er jafnnær að lokum. Þetta er síðasta stórverkið, sem birtist á undan óper- unni ,,Rakes progress", er getið var í byrjun. Sjö ár liðu, þvínær algjör þögn. Hvað líður Stravinsky? Er öllu lokið? Fáum við ekki meira að heyra ? Loks berast fréttir, að meistarinn sé á leið til Evrópu til að vera viðstaddur æfingar á nýrri óperu. Evrópa á að fá að heyra frum- flutning á Stravinsky-verki í fyrsta sinn eftir stríð. Dagblöð, tímarit og útvarpsstöðvar flytja fregnir af verkinu, og allur hinn mennt- aði heimur bíður fullur eftirvæntingar. Kaffi- húsalistamenn borganna hnakkríf ast um snill- inginn, æfingar eru hafnar og frumsýningar- dagurinn ákveðinn. Óperan er sýnd við mikla hrifningu. Gagnrýnendur keppast við að lof- syngja hið nýja snilldarverk. Enn er gefinn út píanóútdráttur af verki eftir Stravinsky. Og enn bíða ungir menn í spenningu um allan heim. En hvílík vonbrigði. Hvílík útþynning fyrri snilli! Menn höfðu aðeins hrifizt af gömlum vana. Af sömu ástæðu virðist Strav- insky skrifa nú orðið: annars væri hann at- vinnulaus. „Rakes progress" er ekki annað en samtíningur úr fyrri verkum tónskálds- ins í lítt eftirtektarverðum búningi, auk þess smáhnupl frá eldri mönnum allt aftur til Hándels. Að mörgu leyti svipar Stravinsky sem lista- manni til góðvinar síns, málarans Pablo Picasso. Báðir eru (voru) sífellt að taka stökkbreytingum og valda vonbrigðum eða gleði með nýstárlegum hlutum. Með öðrum orðum: báðir jafn miklir þrælar tízkunnar að vera frumlegir, tíðarandans sem rekur allt áfram í leit að einhverju nýju til að skemmta sér við. Því allir verða leiðir á öllu hálfséðu. Vel getur svo farið, að næsta verk Strav- inskys verði stórviðburður, þó að undirrit- aðan gruni, að svo verði ekki. En við skulum varast að dæma, því jafnvel meistari skapar ekki meistaraverk nema nokkrum sinnum á ævi sinni. 4. sept. 1955. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.