Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 29

Birtingur - 01.07.1955, Blaðsíða 29
A S I í B Æ : A G N Smásaga Ég rekst á gamla manninn skammt frá flæðarmálinu þar sem hann er að ditta að fleytunni sinni. Þetta er árla dags á góu, stillt veður með ritugargi og lágri sól. Ég býð góðan dag. Hann rís úr skutnum ataður tjöru, sveittur á skalla, snareygur maður með æðaberar hendur og tóbak í burstskegginu. Hann lyftir snögglega hendi og segir: A ja gú dag. Svo það er þá kominn hugur í þig karlinn, segi ég . Hann hristir höfuðið og fussar: O ætli maður verði ekki að skælast eins og aðrir þó maður sé bæði orðinn latur og lúinn. En það leynir sér ekki að það er þegar kominn veiðiglampi í þessi snöru augu. Ekki er hann amalegur hjá þér, segi ég og strýk hendi um hálfrim bátsins. Gamli maðurinn lítur yfir fleytuna eins og hann sé að virða fyrir sér ástmey og segir: Já hún er rennileg blessuð duggan, það er hún. Og fer svona ljómandi vel undir manni. Gamli mað- urinn tekur í nefið. Lágsólin blikar í höfn- inni og litar móbergsklettana en milli þeirra sér á skjannahvíta jökulbunguna handan við sundið. Það dynur í vélum hraðfrystihúsanna, hlaðnir bílar þjóta um malarvegina og frá nijölverksmiðjunni liðast hvítur eimur hátt i loft. Vélbátarnir öfluðu vel í gær. Ég heyri sagt að þeir hafi orðið varir við loðnu austur í bugtum, segi ég. Jú það er tíminn hennar. En til hvers er að fá hana ef enginn gengur fiskurinn með henni, segir gamli maðurinn, fer tjörugri hendi um skeggið, logandi af áhuga á þessu lostæti þorsksins sem ært hefur margan færamanninn. Og ætli sá guli gangi ekki úr djúpinu, segi ég, það er ekki svo lítið af honum núna á djúpslóð. Tja, hvernig var ekki 1 fyrra, þarna fór maður torfu úr torfu án þess að merkjann skrattann þann arna. — Ja öðruvísi mér áður brá þegar hann velti sér í torfunum eins og krap og maður þurfti ekki annað en rétt dýfa króknum í kraumið. 1 þá daga stóð á engu nema höndunum. Það er engu líkara en hann forðist torfurnar nú til dags skrattinn sá arna. Kannski hann sé orðinn svona menntaður. Hann er altént kenjóttari en margan grun- ar, segir gamli maðurinn íbygginn. Skrítið þótti honum Lása það í fyrra. Ég stend í honum sjóðvitlausum inná tólf föðmum. Það er norðan gola, dásléttur sjór, þessi líka renniblíðan. Þetta er í morgunsárið og ég er að bylta honum inn upp á líf og blóð. Kemur ekki Lási þar, sér okkur standa í honum og ætlar nú heldur en ekki að hremmann, rennir steinsnar frá okkur. Ekki aldeilis, þeir merkja hann ekki, ekki titt. Hann kippir aftur fyrir 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.