Birtingur - 01.07.1955, Side 29

Birtingur - 01.07.1955, Side 29
A S I í B Æ : A G N Smásaga Ég rekst á gamla manninn skammt frá flæðarmálinu þar sem hann er að ditta að fleytunni sinni. Þetta er árla dags á góu, stillt veður með ritugargi og lágri sól. Ég býð góðan dag. Hann rís úr skutnum ataður tjöru, sveittur á skalla, snareygur maður með æðaberar hendur og tóbak í burstskegginu. Hann lyftir snögglega hendi og segir: A ja gú dag. Svo það er þá kominn hugur í þig karlinn, segi ég . Hann hristir höfuðið og fussar: O ætli maður verði ekki að skælast eins og aðrir þó maður sé bæði orðinn latur og lúinn. En það leynir sér ekki að það er þegar kominn veiðiglampi í þessi snöru augu. Ekki er hann amalegur hjá þér, segi ég og strýk hendi um hálfrim bátsins. Gamli maðurinn lítur yfir fleytuna eins og hann sé að virða fyrir sér ástmey og segir: Já hún er rennileg blessuð duggan, það er hún. Og fer svona ljómandi vel undir manni. Gamli mað- urinn tekur í nefið. Lágsólin blikar í höfn- inni og litar móbergsklettana en milli þeirra sér á skjannahvíta jökulbunguna handan við sundið. Það dynur í vélum hraðfrystihúsanna, hlaðnir bílar þjóta um malarvegina og frá nijölverksmiðjunni liðast hvítur eimur hátt i loft. Vélbátarnir öfluðu vel í gær. Ég heyri sagt að þeir hafi orðið varir við loðnu austur í bugtum, segi ég. Jú það er tíminn hennar. En til hvers er að fá hana ef enginn gengur fiskurinn með henni, segir gamli maðurinn, fer tjörugri hendi um skeggið, logandi af áhuga á þessu lostæti þorsksins sem ært hefur margan færamanninn. Og ætli sá guli gangi ekki úr djúpinu, segi ég, það er ekki svo lítið af honum núna á djúpslóð. Tja, hvernig var ekki 1 fyrra, þarna fór maður torfu úr torfu án þess að merkjann skrattann þann arna. — Ja öðruvísi mér áður brá þegar hann velti sér í torfunum eins og krap og maður þurfti ekki annað en rétt dýfa króknum í kraumið. 1 þá daga stóð á engu nema höndunum. Það er engu líkara en hann forðist torfurnar nú til dags skrattinn sá arna. Kannski hann sé orðinn svona menntaður. Hann er altént kenjóttari en margan grun- ar, segir gamli maðurinn íbygginn. Skrítið þótti honum Lása það í fyrra. Ég stend í honum sjóðvitlausum inná tólf föðmum. Það er norðan gola, dásléttur sjór, þessi líka renniblíðan. Þetta er í morgunsárið og ég er að bylta honum inn upp á líf og blóð. Kemur ekki Lási þar, sér okkur standa í honum og ætlar nú heldur en ekki að hremmann, rennir steinsnar frá okkur. Ekki aldeilis, þeir merkja hann ekki, ekki titt. Hann kippir aftur fyrir 27

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.