Birtingur - 01.01.1960, Síða 15

Birtingur - 01.01.1960, Síða 15
bókmenntir þjóðar sinnar þótt seint kæmi á daginn. Og ljóð Saba eru kannski mann- eskjulegri og hlýlegri og bjartari en Ijóð Montale og Ungaretti. 1 fyrstu virðast þau einfaldari og aðgengilegri, þó kunna að leynast fínleg blæbrigði, djúpstæð og verða ekki gripin fyrr en við nána við- kynningu. 1958 krafðist hið marxístiska bókmenntatímarit Contemporaneo þess að Saba fengi Nóbelsverðlaunin. 5. Ungaretti Ungaretti hefur löngum verið í nánum tengslum við franska menningu og hlaut menntun í Frakklandi, fæddur í Egypta- landi. Hann er fimm árum yngri en Saba. Á Parísarárum hans tók að bera á Clau- del, André Gide og Valéry, og þeir fóru að hafa byltingarkennd áhrif í bókmenntum en Picasso og Braque á málaralistina. Með Ungaretti og franska skáldinu fræga Apol- linaire var náin vinátta. Ljóðlistarkenning- ar Valéry (sem hér er því miður ekki rúm til að gera grein fyrir) höfðu mikil áhrif á hið unga skáld og birtust í verkum hans löngum upp frá því. Einnig hafa önnur frönsk skáld eins og Mallarmé og Rimbaud orkað sterkt á Ungaretti. Ljóð hans eru músíkölsk, máltöfrar ríkir, formið snjallt og oft þrungið, í stuttum og sterkum, einföldum mynztrum. Hann lætur oft les- andanum eftir að yrkja í eyður, réttir honum kjarna, eða einskonar möndul fyrir leik ímyndunaraflsins. Ljóðið íifir af sam- starfi skáldsins og lesandans, og lesand- inn eignast ekki hlutdeild í því án ein- beitingar og fyrirhafnar, því verðmætara kann það að reynast og drýgra. Á seinni árum hefur kveðskapur Ungaretti orðið ljósari og auðskildari, fleira er bókað, og ljóðlist hans er auðugri og margslungnari en fyrr og alþýðlegri. Fá skáld munu hafa komizt til manns á Italíu án þess að hafa orðið fyrir einhverjum áhrifum af Unga- Birtingur 13

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.