Birtingur - 01.01.1961, Síða 16
sótti hann einkaskóla en gerðist síðan
nemandi Franz Stiicks prófessors við
Listaháskólann. Við þann skóla tók Kan-
dinsky lokapróf aldamótaárið 1900.
Segja má, að listferill Kandinskys hafi
byrjað um leið og tuttugasta öldin gekk
í garð. Þá hóf hann líf sitt og baráttu
sem sjálfstæður málari í Miinchen. Fyrst
lagði hann hart að sér við að nema tækni
málverksins, eins og segir í æviágripinu,
en ekki leið á löngu áður en hann var
kominn á kaf í sýningar- og listastörf með
listamönnum, sem hann hitti og vingaðist
við í Þýzkalandi. Og nú rak hver atburð-
urinn annan. Hann gerðist félagi í lista-
mannahópi í Munchen og varð brátt for-
ustumaður hans. 1 Berlín var hann tekinn
í annan hóp málara og sýndi myndir þar
hvað eftir annað. Einnig stofnaði hann
myndlistarskóla og rak hann af áhuga og
dugnaði um nokkurt skeið. Á sama árinu
bjó hann til fyrstu svartmyndirnar, ef
svartmyndir skyldi kalla. Þær voru semsé
allar í litum. Ferðalög héldu áfram að
freista Kandinskys. Hann skrapp til Hol-
lands og kom við í París á haust-
mánuðum 1902 og í desember hélt hann
til Túnis. Á heimleiðinni frá Túnis kom
Kandinsky til Ítalíu og ákvað að setjast
að í Rappallo. Þar bjó hann í meira en
eitt ár. Af æviágripinu má ráða, að lang-
mestan hluta árs 1905 hafi Kandinsky ver-
ið búsettur í Dresden enda tekið drjúgan
þátt í sýningarlífi þar í borginni. Hitt er
víst, að næstu tólf mánuðum eyddi hann
í Parísarborg. Þaðan hélt hann heim til
Munchen og sat nú um kyrrt næstu sex
árin. Mér er fullljóst, að það hefur ósköp
takmarkað gildi í greinarkorni eins og
þessu að vera að rekja ferðalög iista-
mannsins á milli borga meginlands Evrópu
og jafnvel alla leið suður til Afríku-
stranda. Samt vildi ég ekki sleppa inn-
skotinu, af því að það gefur nokkra hug-
mynd um þá eldlegu sál, sem Wassily
Kandinsky var. Hann varð að kynnast sem
flestum atburðum menningar og listar. Og
þátttaka lians sjálfs í atburðunum sýnist
stundum beinlínis hafa verið lífsnauðsyn-
leg. Kandinsky sýndi nefnilega myndir
sínar á flestum þeirra staða, sem nefndir
eru í upptalningunni hér að framan og
raunar nokkrum að auki. Ég nefni Varsjá
og Kraká í Póllandi, fæðingarborgina
Moskvu (þar sem hann hélt fyrstu einka-
sýninguna í húsakynnum Listamannasam-
bandsins) og Frankfui’t am Main í
Þýzkalandi.
En víkjum að myndunum um stund. Mér
er það sérstaklega minnisstætt, að félagi
minn góður sagði einhverju sinni, að
nafnkunnur málari íslenzkur hefði bent á
æskumyndir Kandinskys til sönnunar því,
hve slæmur listamaður hann hefði verið
alla tíð. Nú er ég búinn að láta í ljós
gjörólíka skoðun varðandi aðalatriði þessa
máls. Ég læt hana standa óhaggaða. Hún
byggist á persónulegum kynnum mínum
af listaverkunum, athugunum og íhugun-
um. Slíkir hlutir ráða jafnan miklu um
afstöðu okkar. Á hinn bóginn langar mig
til að ræða dálítið frekar um æskumynd-
irnar. Þær eru náttúrulíkingamyndir eins
og við vitum: Húsamyndir, götusenur og
rómantísk landslög. Málverkið frá 1902 af
fólkinu í garðinum minnir töluvert á
Toulouse-Lautrec, skrautlega götumyndin
frá 1908 er fortakslaust máluð í anda
14 Birtingur