Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 16

Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 16
sótti hann einkaskóla en gerðist síðan nemandi Franz Stiicks prófessors við Listaháskólann. Við þann skóla tók Kan- dinsky lokapróf aldamótaárið 1900. Segja má, að listferill Kandinskys hafi byrjað um leið og tuttugasta öldin gekk í garð. Þá hóf hann líf sitt og baráttu sem sjálfstæður málari í Miinchen. Fyrst lagði hann hart að sér við að nema tækni málverksins, eins og segir í æviágripinu, en ekki leið á löngu áður en hann var kominn á kaf í sýningar- og listastörf með listamönnum, sem hann hitti og vingaðist við í Þýzkalandi. Og nú rak hver atburð- urinn annan. Hann gerðist félagi í lista- mannahópi í Munchen og varð brátt for- ustumaður hans. 1 Berlín var hann tekinn í annan hóp málara og sýndi myndir þar hvað eftir annað. Einnig stofnaði hann myndlistarskóla og rak hann af áhuga og dugnaði um nokkurt skeið. Á sama árinu bjó hann til fyrstu svartmyndirnar, ef svartmyndir skyldi kalla. Þær voru semsé allar í litum. Ferðalög héldu áfram að freista Kandinskys. Hann skrapp til Hol- lands og kom við í París á haust- mánuðum 1902 og í desember hélt hann til Túnis. Á heimleiðinni frá Túnis kom Kandinsky til Ítalíu og ákvað að setjast að í Rappallo. Þar bjó hann í meira en eitt ár. Af æviágripinu má ráða, að lang- mestan hluta árs 1905 hafi Kandinsky ver- ið búsettur í Dresden enda tekið drjúgan þátt í sýningarlífi þar í borginni. Hitt er víst, að næstu tólf mánuðum eyddi hann í Parísarborg. Þaðan hélt hann heim til Munchen og sat nú um kyrrt næstu sex árin. Mér er fullljóst, að það hefur ósköp takmarkað gildi í greinarkorni eins og þessu að vera að rekja ferðalög iista- mannsins á milli borga meginlands Evrópu og jafnvel alla leið suður til Afríku- stranda. Samt vildi ég ekki sleppa inn- skotinu, af því að það gefur nokkra hug- mynd um þá eldlegu sál, sem Wassily Kandinsky var. Hann varð að kynnast sem flestum atburðum menningar og listar. Og þátttaka lians sjálfs í atburðunum sýnist stundum beinlínis hafa verið lífsnauðsyn- leg. Kandinsky sýndi nefnilega myndir sínar á flestum þeirra staða, sem nefndir eru í upptalningunni hér að framan og raunar nokkrum að auki. Ég nefni Varsjá og Kraká í Póllandi, fæðingarborgina Moskvu (þar sem hann hélt fyrstu einka- sýninguna í húsakynnum Listamannasam- bandsins) og Frankfui’t am Main í Þýzkalandi. En víkjum að myndunum um stund. Mér er það sérstaklega minnisstætt, að félagi minn góður sagði einhverju sinni, að nafnkunnur málari íslenzkur hefði bent á æskumyndir Kandinskys til sönnunar því, hve slæmur listamaður hann hefði verið alla tíð. Nú er ég búinn að láta í ljós gjörólíka skoðun varðandi aðalatriði þessa máls. Ég læt hana standa óhaggaða. Hún byggist á persónulegum kynnum mínum af listaverkunum, athugunum og íhugun- um. Slíkir hlutir ráða jafnan miklu um afstöðu okkar. Á hinn bóginn langar mig til að ræða dálítið frekar um æskumynd- irnar. Þær eru náttúrulíkingamyndir eins og við vitum: Húsamyndir, götusenur og rómantísk landslög. Málverkið frá 1902 af fólkinu í garðinum minnir töluvert á Toulouse-Lautrec, skrautlega götumyndin frá 1908 er fortakslaust máluð í anda 14 Birtingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.