Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 37

Birtingur - 01.01.1961, Qupperneq 37
og meginstefið kemur alltaf aftur og aftur með háttbundnu millibili. Stúdentinn: Af hverri er marmarastyttan þarna inni? K a r 1 i n n : Auðvitað af konunni hans .. . Stúdentinn: Var hún einhver sérstök gæða- kona? Karlinn: Hj-ja! Já! Stúdentinn: Segðu mér eins og er! K a r 1 i n n : Það er ekki á okkar færi að dæma um slíkt, kæra barn! — Og ef ég segi yður, að hún skildi við hann, að hann barði hana, að hún kom aftur, giftist honum öðru sinni og situr nú þarna inni sem múmia og dáir sína eigin styttu, haldið þér að ég sé genginn af göflunum. Stúdentinn: Ég skil hvorki upp né niður! IC a r 1 i n n : Atti ég ekki bankabygg! — Og þarna sjáið þér hýasintugluggann. Þar býr dóttir hans .. . hún er í útreiðartúr núna, en kemur heim rétt bráðum ... Stúdentinn: Hver er þessi dökkklædda kona, sem er að tala við konu húsvarðarins? K a r 1 i n n : Ja, það er dálítið flókið mál, en hún er á vissan hátt tengd hinum látna þarna uppi í herberginu, þar sem hvíta línið er dregið fyrir gluggana .,.. Stúdentinn : En hver var hann þá? K a r 1 i n n : Hann var venjulegur maður — eins og ég og þér — en það sem að öðrum sneri var einkum hégómagirnd hans .. . Ef þér væruð sunnu- dngsbarn, sæjuð þér hann bráðum koma út á götuna til að horfa á sendiráðsfánann blaktandi i bálfa stöng — hann var nefnilega konsúll og hafði miklar mætur á kórónum, ljónum, hattskúfum og fjöllitum borðum. Stúdentinn: Þér minntuzt á sunnudagsbarn — mér. er sagt ég hafi einmitt fæðzt á sunnu- degi . .. K a r 1 i n n : Aha! Er það . . .? Mér datt það svona í hug ,. . . ég sá það á augnatillitinu . .En þá getið þér lika séð það, sem öðrum er dulið — hafið þér tekið eftir því? Stúdentinn: Ég veit ekki hvað aðrir sjá, en stundum ... já, maður segir ekki frá slíku! K a r 1 i n n : Ég vissi hvað ég söng! Og yður er óhætt að segja mér ,.. . því ég — skil þess hátt- ar . . . Stúdentinn: Eins og til dæmis í gær . . . ég var leiddur að afskekktri götunni, þar sem húsið hrundi skömmu siðar .. . ég gekk eftir henni og staðnæmdist fyrir framan húsið, þó ég hefði aldrei séð það áður . . . Allt í einu sá ég rifu á veggn- um, heyrði bresta í burðarviðum; ég hljóp í dauðans ofboði og greip barn, sem stóð undir veggnum ... I næstu andrá hrundi húsið . . . mig sakaði ekki, en barnið sem ég taldi mig halda á i fanginu — sást hvergi „ . . K a r 1 i n n : Nú þykir mér týra .. Og var ég þó ekki grunlaus „. . Segið mér eitt: hvernig stóð á að þér voruð að pata með höndunum þarna við vatnspóstinn áðan? Og hvers vegna voruð þér að tala við sjálfan yður? Stúdentinn: Sáuð þér ekki mjólkurstúlkuna, sem ég var að tala við? K a r 1 i n n skelfingu lostinn: Mjólkurstúlkuna? Stúdentinn: Já, en ekki hvað? — stúlkuna sem lánaði mér ausuna. K a r 1 i n n : Jæ-ja? Það er þá svona? . . . Nú, hvað um það — ég er ekki skyggn, en mér er önnur gáfa gefin . .,. Hvíthærð kona sezt við spegilgluggann. Lítið á kerlinguna í glugganum! Sjáið þér hana? — Gott! Einu sinni var hún unnusta mín, síðan eru GO ár „ .. Ég var þá tvítugur. — Kvíðið engu, hún þekkir mig ekki aftur! Við sjáumst á hverjum einasta degi, en hún lætur mig gjörsamlega ósnort- inn, þótt við særum hvort öðru eilífan trúnað í æsku; eilífan! Stúdentinn: Ósköp hafið þið verið barnaleg í gamla daga! Ekki segjum við svona við stúlk- urnar okkar nú á dögum. K a r 1 i n n : Fyrirgefið okkur, ungi maður, við vorum ekki viturri en þetta! — En getið þér séð að þessi gamla kona hafi einu sinni verið ung og falleg? Stúdentinn :Það verður ekki séð. Og þó; hún hefur fallegt augnaráð, en augun sjálf sé ég ekki! Kona húsvarðarins kemur út með körfu og stráir barri á gangstéttina. Birtingur 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.