Birtingur - 01.01.1961, Side 43

Birtingur - 01.01.1961, Side 43
B e n g t gengur gegnum forstofuna inn í græna herbergið og lokar dyrunum á eftir sér. Karlinn við Jóhann: Hypjaðu þig út! J ó h a n n hikar eins og hann ætli að þráast við. K a r 1 i n n : Farðu! J ó h a n n hverfur fram í forstofuna. K a r 1 i n n svipast um í herberginu, nemur staðar fyrir framan styttuna furðu lostinn: Amalía! . . . Þetta er hún! . . . Hún! Hann haltrar um í herberginu, skoðar ýmsa muni og þreifar á þeim með fingrunum; lagar á sér hárkolluna fyrir framan spegilinn; gengur að marmarastyttunni aftur. M ú m í a n innan úr fataskápnum: Fall-egi gauk- urinn! K a r 1 i n n hrekkur í kút: Hvað var þetta? Er páfagaukur hérna í herberginu? Ég sé engan! M ú m í a n : E Jakob þaddna? K a r 1 i n n : Hér er reimt! M ú m í a n : Jakob! K a r 1 i n n : Guð minn almáttugur! . . . Það voru þá svona leyndardómar, sem húsið geymdi! Hann snýr baki að skápnum og skoðar mynd, sem þangir á veggnum. Þarna er hann! . .,. Hann! M ú m í a n út úr skápnum, læðist aftan að Karl- inum og kippir í hárkolluna hans: Kúrrr-ri! E þetta Kúrrrri? K a r 1 i n n hoppar upp í loftið: Guð i hæstum hæðum! — Hver ert þú? M ú m í a n með mannsrödd: Er þetta Jakob? K a r 1 i n n : Já, ég heiti Jakob .,. . M úm í a n hrærð: Og ég heiti Amalía! K a r 1 i n n : Nei, nei, nei .... Ó, Jesús Kri . . . M ú m í a n : Já, svona lít ég nú út! — Og svona h e f ég litið út! Það er lærdómsríkt að lifa — ég htld mig aðallega í klæðaskápnum, bæði til að losna við að sjá aðra og láta þá horfa á mig .. . Fn að hverju ert þú að leita hér, Jakob? K a r 1 i n n : Barninu mínu! Barninu okkar . . . M ú m í a n : Hún situr þarna. K a r 1 i n n : Hvar? M ú m í a n : Þarna inni í hýasintuherberginu! K a r 1 i n n virðir Ungfrúna fyrir sér: Já, þetta er hún! Þögn, Hvað segir faðir hennar, ofurstinn? Maðurinn þinn? Múmían: Ég reiddist einu sinni við hann, og þá sagði ég honum alla sólarsöguna . . . K a r 1 i n n Og hvað? M ú m í a n : Hann trúði mér ekki, en svaraði: „Þetta segja allar eiginkonur, þegar þær langar til að myrða menn sína“.. — Þetta var óneitanlega hryllilegt afbrot. Við höfum falsað allt lif hans, einnig ættarskrá hans; stundum þegar ég er að blaða í aðalsættatalinu verður mér hugsað: Hún hefur falskt fæðingarvottorð eins og griðka, og við því liggur betrunarhússvist. K a r 1 i n n : Hún er ekki ein um það; ég man ekki betur en eitthvað væri bogið við fæðingarár þitt .. . M ú m í a n : Það hafði ég eftir móður minni . . . ég get ekki gert að því! ... En þú áttir þó mesta sök á framferði okkar . .. K a r 1 i n n : Nei, það var maðurinn þinn sem átti upptökin með því að taka unnustu mína frá mér. — Ég var þannig af guði gerður að ég gat ekki fyrir- gefið, fyrr en ég hafði komið fram hefndum — mér fannst það skylda mín við heiður minn . . . og finnst það enn! M ú m í a n : Að hverju ert þú að leita hér í hús- inu? Hvað vakir fyrir þér? — Er það dóttir mín, sem þú ert að snuðra í kringum? Ef þú snertir við henni, eru dagar þínir taldir! K a r 1 i n n : Ég vil henni ekki annað en gott! M ú m í a n : En þú verður að hlífa föður hennar! K a r 1 i n n : Nei! M ú m í a n : Þá verður þú að deyja; i þessu her- bergi; bak við skerminn þann arna . . . K a r 1 i n n : Það verður þá svo að vera ... en ég get ekki sleppt, þegar ég er búinn að bíta . . . M ú m í a n : Þú ætlar að láta þennan stúdent eitra líf hennar — en hvers vegna? Hann er ekki neitt og á ekki neitt. K a r 1 i n n Hann verður ríkur — fyrir minn til- verknað! M ú m í a n : Hefur þér verið boðið hingað í kvöld? K a r 1 i n n : Nei, en ég ætla að láta bjóða mér til draugakvöldverðarins! M ú m í a n : Veiztu hverjum er boðið? K a r 1 i n n : Ekki með vissu. M ú m í a n : Baróninum . .,. sem býr hérna á næstu Birtingur 41

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.