Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 43

Birtingur - 01.01.1961, Blaðsíða 43
B e n g t gengur gegnum forstofuna inn í græna herbergið og lokar dyrunum á eftir sér. Karlinn við Jóhann: Hypjaðu þig út! J ó h a n n hikar eins og hann ætli að þráast við. K a r 1 i n n : Farðu! J ó h a n n hverfur fram í forstofuna. K a r 1 i n n svipast um í herberginu, nemur staðar fyrir framan styttuna furðu lostinn: Amalía! . . . Þetta er hún! . . . Hún! Hann haltrar um í herberginu, skoðar ýmsa muni og þreifar á þeim með fingrunum; lagar á sér hárkolluna fyrir framan spegilinn; gengur að marmarastyttunni aftur. M ú m í a n innan úr fataskápnum: Fall-egi gauk- urinn! K a r 1 i n n hrekkur í kút: Hvað var þetta? Er páfagaukur hérna í herberginu? Ég sé engan! M ú m í a n : E Jakob þaddna? K a r 1 i n n : Hér er reimt! M ú m í a n : Jakob! K a r 1 i n n : Guð minn almáttugur! . . . Það voru þá svona leyndardómar, sem húsið geymdi! Hann snýr baki að skápnum og skoðar mynd, sem þangir á veggnum. Þarna er hann! . .,. Hann! M ú m í a n út úr skápnum, læðist aftan að Karl- inum og kippir í hárkolluna hans: Kúrrr-ri! E þetta Kúrrrri? K a r 1 i n n hoppar upp í loftið: Guð i hæstum hæðum! — Hver ert þú? M ú m í a n með mannsrödd: Er þetta Jakob? K a r 1 i n n : Já, ég heiti Jakob .,. . M úm í a n hrærð: Og ég heiti Amalía! K a r 1 i n n : Nei, nei, nei .... Ó, Jesús Kri . . . M ú m í a n : Já, svona lít ég nú út! — Og svona h e f ég litið út! Það er lærdómsríkt að lifa — ég htld mig aðallega í klæðaskápnum, bæði til að losna við að sjá aðra og láta þá horfa á mig .. . Fn að hverju ert þú að leita hér, Jakob? K a r 1 i n n : Barninu mínu! Barninu okkar . . . M ú m í a n : Hún situr þarna. K a r 1 i n n : Hvar? M ú m í a n : Þarna inni í hýasintuherberginu! K a r 1 i n n virðir Ungfrúna fyrir sér: Já, þetta er hún! Þögn, Hvað segir faðir hennar, ofurstinn? Maðurinn þinn? Múmían: Ég reiddist einu sinni við hann, og þá sagði ég honum alla sólarsöguna . . . K a r 1 i n n Og hvað? M ú m í a n : Hann trúði mér ekki, en svaraði: „Þetta segja allar eiginkonur, þegar þær langar til að myrða menn sína“.. — Þetta var óneitanlega hryllilegt afbrot. Við höfum falsað allt lif hans, einnig ættarskrá hans; stundum þegar ég er að blaða í aðalsættatalinu verður mér hugsað: Hún hefur falskt fæðingarvottorð eins og griðka, og við því liggur betrunarhússvist. K a r 1 i n n : Hún er ekki ein um það; ég man ekki betur en eitthvað væri bogið við fæðingarár þitt .. . M ú m í a n : Það hafði ég eftir móður minni . . . ég get ekki gert að því! ... En þú áttir þó mesta sök á framferði okkar . .. K a r 1 i n n : Nei, það var maðurinn þinn sem átti upptökin með því að taka unnustu mína frá mér. — Ég var þannig af guði gerður að ég gat ekki fyrir- gefið, fyrr en ég hafði komið fram hefndum — mér fannst það skylda mín við heiður minn . . . og finnst það enn! M ú m í a n : Að hverju ert þú að leita hér í hús- inu? Hvað vakir fyrir þér? — Er það dóttir mín, sem þú ert að snuðra í kringum? Ef þú snertir við henni, eru dagar þínir taldir! K a r 1 i n n : Ég vil henni ekki annað en gott! M ú m í a n : En þú verður að hlífa föður hennar! K a r 1 i n n : Nei! M ú m í a n : Þá verður þú að deyja; i þessu her- bergi; bak við skerminn þann arna . . . K a r 1 i n n : Það verður þá svo að vera ... en ég get ekki sleppt, þegar ég er búinn að bíta . . . M ú m í a n : Þú ætlar að láta þennan stúdent eitra líf hennar — en hvers vegna? Hann er ekki neitt og á ekki neitt. K a r 1 i n n Hann verður ríkur — fyrir minn til- verknað! M ú m í a n : Hefur þér verið boðið hingað í kvöld? K a r 1 i n n : Nei, en ég ætla að láta bjóða mér til draugakvöldverðarins! M ú m í a n : Veiztu hverjum er boðið? K a r 1 i n n : Ekki með vissu. M ú m í a n : Baróninum . .,. sem býr hérna á næstu Birtingur 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.